Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt og huggulegt hótel opnar í Hveragerði – Mathöll, verslanir og hótel saman í eitt – Myndir og vídeó
Gróðurhúsið í Hveragerði opnaði formlega í byrjun desember í hjarta bæjarins, en þar er hótel, mathöll, verslanir og margt fleira í boði.
Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fengu áhorfendur að sjá Gróðurhúsið í Hveragerði, nýtt og spennandi hótel.
Brynjólfur Baldursson einn af eigendum Gróðurhússins sagði söguna á bakvið hótelið í þætti gærkvöldsins. Á hótelinu eru 49 herbergi.
„Þetta er lífstílshótel, hugsunin er þannig. Þú ert að sækja einhverja hugmyndfræði og hjá okkur vildum við tengja gróðurhúsið við hótelið. Það er gróður á herbergjunum og það er pælingin að þú ert í svolítið lifandi umhverfi,“
segir Brynjólfur en á hótelinu eru verslanir, ísbúð, veitingastaðir í mathöll og margt fleira.
Á meðal veitingastaða í mathöllinni eru Pönk Fried Chicken, Wok On, Yuzu og Tacovagninn.
Myndir
Vídeó
Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Myndir: facebook / Gróðurhúsið / Baldur Kristjánsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla