Markaðurinn
Nýtt laufabrauð með garðablóðbergssalti frá Saltverk
Jólin eru tími hefða og gamalla venja. Laufabrauðið er gömul íslensk hefð sem hefur verið rakin allt aftur til 18. aldar. Þegar gefa átti börnum brauð að bíta í á jólunum þurfti líka að taka með í reikninginn að mjöl var af skornum skammti. Deigið var því flatt þunnt út, mynstur skorin í kökurnar og þær loks steiktar í feiti. Þrátt fyrir að skortur á hveiti sé ekki lengur vandamál þá hefur laufabrauðshefðin haldist. Laufabrauð er í raun órjúfanlegur hluti af jólahefðum margra Íslendinga. Það passar vel með flestum jólamat, með eða án smjörs.
Laufabrauð hafa til þessa verið í sinni einföldustu mynd og eru aðeins framleidd í kringum jólatímann.
Gæðabakstur býður upp nýja tegund af laufabrauði sem inniheldur íslenskt garðablóðbergssalt frá Saltverk á vestfjörðum. Þau eru einstaklega góð og gefur laufabrauðinu nýtt og einstakt bragð.
„Við viljum gera góða jólahátíð enn betri og leggjum því ríka áherslu á að laufabrauðin okkar séu fyrsta flokks. Laufabrauð eru oft eins og trúarbrögð, en við vildum líka prufa eitthvað nýtt og kanna áhugan á aðeins fínni vöru. Þetta gefur smá auka bragðgjafa sem kemur líka svona skemmtilega vel út”
segir Pétur Sigurbjörn Pétursson, bakari og framleiðslustjóri Gæðabaksturs.
Laufabrauðið er hægt að sérpanta og kemur 60 stk í kassa fyrir veitingahús og stóreldhús. Þetta laufabrauð er tilvalið á jólahlaðborðið fyrir þá sem vilja bjóða upp á aðeins öðruvísi laufabrauð.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný