Frétt
Nýtt kolsýru kælikerfi í Hagkaup í Smáralindinni
Hagkaup í Smáralindinni er að taka á sig nýja mynd í samstarfi við Kælitækni með nýjum umhverfisvænum kolsýru kælum. Verslunin er að setja upp nýtt kolsýru kælikerfi í allri versluninni. Verkefnið er mjög stórt, og er vonast til að því verði lokið að fullu þann 15. júlí næstkomandi.
Þótt uppsetning kælikerfisins sé mikið verkefni, er engu að síður lagt mikil áhersla á að hafa sem minnstu truflun á viðskiptavini sem mæta í verslunina. Hagkaup mun halda uppi venjulegum opnunartíma á meðan uppsetningu stendur, og verkefnið er skipulagt á þann hátt að viðskiptavinir munu upplifa sem minnst rask á meðan framkvæmdum stendur.
Elís H. Sigurjónsson, Tæknistjóri Kælitæknis, segist mjög ánægður með gang verkefnisins hingað til. Hann segir að þeir hafi byggt upp mikla reynslu í uppsetningu kolsíru kælikerfa með Hagkaup í gegnum árin, og að það skili sér nú í þessu stóra verkefni.
Þetta nýja kælikerfi er hluti af stefnu Hagkaups um að draga úr loftslagsáhrifum. Það er gert ráð fyrir að nýja kælikerfið myndi draga úr orkunotkun verslunarinnar og minnka útblástur af gróðurhúsalofttegundum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði