Frétt
Nýtt kolsýru kælikerfi í Hagkaup í Smáralindinni
Hagkaup í Smáralindinni er að taka á sig nýja mynd í samstarfi við Kælitækni með nýjum umhverfisvænum kolsýru kælum. Verslunin er að setja upp nýtt kolsýru kælikerfi í allri versluninni. Verkefnið er mjög stórt, og er vonast til að því verði lokið að fullu þann 15. júlí næstkomandi.
Þótt uppsetning kælikerfisins sé mikið verkefni, er engu að síður lagt mikil áhersla á að hafa sem minnstu truflun á viðskiptavini sem mæta í verslunina. Hagkaup mun halda uppi venjulegum opnunartíma á meðan uppsetningu stendur, og verkefnið er skipulagt á þann hátt að viðskiptavinir munu upplifa sem minnst rask á meðan framkvæmdum stendur.
Elís H. Sigurjónsson, Tæknistjóri Kælitæknis, segist mjög ánægður með gang verkefnisins hingað til. Hann segir að þeir hafi byggt upp mikla reynslu í uppsetningu kolsíru kælikerfa með Hagkaup í gegnum árin, og að það skili sér nú í þessu stóra verkefni.
Þetta nýja kælikerfi er hluti af stefnu Hagkaups um að draga úr loftslagsáhrifum. Það er gert ráð fyrir að nýja kælikerfið myndi draga úr orkunotkun verslunarinnar og minnka útblástur af gróðurhúsalofttegundum.
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Keppni4 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir Hnífar – Dagur einhleypra og við gefum 20% afslátt
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fiskbúðin á Sigló lokar og opnar aftur í vor með breyttu sniði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Tebollur með rúsínum eða súkkulaðibitum