Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt kaffihús á Akranesi

Birting:

þann

Hjónin Lilja Þórðardóttir og Bjarni Kristófersson hafa ákveðið að opna nýtt kaffihús á Akranesi.

Hjónin Lilja Þórðardóttir og Bjarni Kristófersson hafa ákveðið að opna nýtt kaffihús á Akranesi. Kaffihúsið mun heita Vitakaffi og verður staðsett í leiguhúsnæði á Stillholti þar sem veitingastaðurinn Galító var til húsa áður en hann var fluttur í enda hússins.

Þau Lilja og Bjarni fengu húsnæðið afhent um síðustu mánaðamót og vinna nú hörðum höndum við að gera það klárt fyrir opnun, að því er fram kemur á skessuhorn.is.

Það er allt á fullu núna hjá okkur. Við erum að setja upp nýjan bar, mála og breyta en við stefnum á að opna kaffihúsið fyrir Írska daga

, segir Lilja í samtali við Skessuhorn, en nánari umfjöllun er hægt að nálgast í blaði Skessuhorns vikunnar sem kom út í gær.

 

Mynd: Skessuhorn.is

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið