Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús á Akranesi
Hjónin Lilja Þórðardóttir og Bjarni Kristófersson hafa ákveðið að opna nýtt kaffihús á Akranesi. Kaffihúsið mun heita Vitakaffi og verður staðsett í leiguhúsnæði á Stillholti þar sem veitingastaðurinn Galító var til húsa áður en hann var fluttur í enda hússins.
Þau Lilja og Bjarni fengu húsnæðið afhent um síðustu mánaðamót og vinna nú hörðum höndum við að gera það klárt fyrir opnun, að því er fram kemur á skessuhorn.is.
Það er allt á fullu núna hjá okkur. Við erum að setja upp nýjan bar, mála og breyta en við stefnum á að opna kaffihúsið fyrir Írska daga
, segir Lilja í samtali við Skessuhorn, en nánari umfjöllun er hægt að nálgast í blaði Skessuhorns vikunnar sem kom út í gær.
Mynd: Skessuhorn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla