Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt hótel verður opnað í sumar í miðbæ Grindavíkur

Birting:

þann

Geo Hótel Grindavík

Félagsheimilið Festi

Félagsheimilið Festi er sögufrægt hús sem lengi vel var helsti samkomustaður Grindvíkinga en hefur staðið autt undanfarin ár.

Geo Hótel Grindavík er nýtt hótel sem opnað verður í miðbæ Grindavíkur 1. Júní næstkomandi.  Boðið verður upp á vandaða gistingu í notalegu umhverfi alls 36 herbergi með baði, þar af 3 fjölskylduherbergi, að því er fram kemur á nýja fréttavef Grindvíkinga grindavik.net.

Aðstaða fyrir gesti er rúmgóð á fyrstu hæðinni með heita potta á veröndinni við hótelið. Um er að ræða fyrrverandi húsnæði Félagsheimilisins Festi og eru breytinga framkvæmdir samkvæmt áætlun þ.e. nú er verið að klæða milliveggi herbergja, allt svæði utanhúss samanber bílastæði og stéttir að húsinu eru til staðar svo og hefur verið skipt um glugga í húsinu. Fyrir liggur stækkunar heimild fyrir allt að 30 tveggja manna herbergjum.

 

Greint frá á grindavik.net

Tölvuteiknuð mynd: grindavik.net

Mynd: skjáskot af google korti.

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið