Markaðurinn
Nýtt bókunarkerfi hjálpar veitingastöðum að draga úr kostnaði í erfiðu rekstrarumhverfi
Í nýlegri frétt RÚV kom fram að gjaldþrotum veitingastaða á Íslandi hefur fjölgað um 75% milli ára, enda sé staðan sérstaklega erfið vegna mikilla hækkana á rekstrarkostnaði. Með þessa þróun í huga leita veitingahúsaeigendur að leiðum til að draga úr kostnaði og bæta rekstrarhæfni sína.
Ein slík lausn sem hefur vakið athygli á markaðnum er nýtt borðabókunarkerfi frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Noona Labs, sem margir Íslendingar þekkja eflaust fyrir tímabókunarappið Noona.
Kerfið aðgreinir sig frá öðrum valkostum með því að rukka ekki bókunargjöld fyrir bókanir í gegnum markaðstorg sitt og hefur þegar fengið jákvæð viðbrögð frá notendum.
- Rúmlega 130.000 íslendingar hafa sótt Noona appið og búið til aðgang, og rúmlega 97.000 tímar eru bókaðir í hverjum mánuði í gegnum Noona markaðstorgið.
- Rúmlega 5.000 borðabókanir hafa verið gerðar í gegnum Noona appið frá því að opnað var fyrir borðabókanir í júní 2024.
Styrmir, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðarins, er einn þeirra sem hafa nýlega innleitt Noona kerfið á sínum veitingastað, sem og á barnum UPPI.
„Það er mjög gott að vita alla kostnaðarliði hvers mánaðar og vita til þess að það sé ekki að fara breytast. Það er nóg um hækkanir og breytingar á matvöru og víni svo það er gott að geta treyst á að þetta breytist ekki líka,“
segir Styrmir í viðtali.
Hann heldur áfram:
„Það er frábær þjónusta hjá Noona og kerfið þeirra er bæði einfalt og þægilegt í notkun. Markaðstorgið er líka skilvirkt og notendur þekkja það af því að hafa bókað aðra þjónustu þar undanfarin ár. Það er gott að hafa þetta allt undir sama hatti núna í einu appi.“
Þrátt fyrir breytingu á bókunarkerfi hefur Fiskmarkaðurinn ekki fundið fyrir neikvæðum áhrifum á bókunarstöðu eftir að hafa fært sig yfir til Noona.
„Ef eitthvað er þá finnst mér vera meira að gera,“
segir Styrmir, sem leggur áherslu á að bókunarkerfi eigi ekki að vera kostnaðarliður sem veldur fjárhagsáhyggjum.
„Þetta er einfaldlega kerfi til að halda utan um gestina sem eru að koma til okkar. Ég mæli 100% með Noona fyrir veitingastaði.“
Noona borðabókunarkerfið, sem einnig er í notkun hjá stöðum eins og Bastard Brew & Food, Eyju vínstofu og Just Winging It, kann því að vera vænlegur kostur fyrir íslenska veitingastaði sem þurfa að bregðast við erfiðu rekstrarumhverfi.
Eins og Styrmir bendir á, þá er mikilvægt að finna lausnir sem ekki auka á fjárhagsáhyggjur, heldur hjálpa til við að tryggja stöðugan rekstur.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






