Markaðurinn
Nýtt ár – ný Hleðsla – Ný bragðtegund komin á markað
Það þekkja flestir Íslendingar íþróttadrykkinn Hleðslu enda hefur hann notið mikilla vinsælda frá því hann kom fyrst á markað fyrir rúmum áratug síðan og munu margir Hleðslu unnendur fagna þeim fréttum að von er á nýrri bragðtegund.
Hleðsla með karamellubragði er nýjasta viðbótin í Hleðslufjölskyldunni og er einstaklega gaman að segja frá því að íslenskt íþróttafólk tók þátt í valinu á nýju bragðtegundinni.
„Fjölmargir neytendur hafa haft samband við MS síðustu misseri og óskað eftir nýrri bragðtegund og er því einkar ánægjulegt að geta svarað kallinu núna í upphafi nýs árs og boðið viðskiptavinum okkar meira val með nýju karamellu Hleðslunni,“
segir Halldóra Arnardóttir, markaðsstjóri MS.
„Nýja Hleðslan er bragðgóð og rík af næringarefnum. Hún er jafnframt laktósalaus og inniheldur ein ferna 22 g af hágæða próteinum úr íslenskri mjólk,“ segir Halldóra og bætir við. „Við gerðum fjölmargar prufur með bragðtegundir og þar sem við leggjum mikinn metnað í að hlusta á raddir viðskiptavina fengum við til okkar hóp af íþróttafólki og þjálfurum til að aðstoða okkur við valið. Karamellubragðið var langvinsælast í hópnum og loksins, loksins er biðin á enda og nýja Hleðslan á leið í verslanir á næstu dögum.“
Hægt að skoða nánar á www.ms.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s