Frétt
Nýr Yfirkokkur á Sjávarkjallarann
Nýr Yfirkokkur er kominn á hinn geysivinsæla veitingastað Sjávarkjallarinn, en það er enginn en önnur Hrefna Rósa Jóhannsdóttir. Hrefna er eins og mörgum er kunnugt í landsliði matreiðslumanna og hefur staðið sig frábærlega þar síðastliðin ár.
Fréttamaður Freisting.is hafði samband við Hrefnu þar sem hún var í óða önn að undirbúa kvöldið, enda mikið pantað. Margir hverjir spyrja sig núna, hvar Lárus Gunnar fyrrverandi yfirmatreiðslumaður Sjávarkjallarans sé að starfa núna, en hann fór nú ekki langt frá eldhúsinu, því að hann er orðinn einn af eigendum af veitinga-mafíunni 101 heild og er hlutverk hans þar að sjá um rekstur veitingastaðina Sjávarkjallarann og Thorvaldsen bar.
Hvernig er það Hrefna að vera orðin yfirkokkur á Sjávarkjallaranum og hafa síðan fyrrverandi yfirkokkinn yfir sér, er hann ekki alltaf að hnýsast í það sem þú ert að gera?
hehehe… Hann er nú ennþá með nefið í öllu hérna, en hann er að leiðbeina mér þar sem ég er nú að gera þetta í fyrsta skiptið, en annars erum við Lalli mikið á sömu bylgjulengd og vinnum frábærlega saman,“
sagði Hrefna.
Það hafa ýmsar vangaveltur orðið um starfmannaveltu í veitingageiranum og þá aðallega hjá þeim stöðum sem tilheyra 101 heild. Hér að neðan er listi yfir matreiðslumönnum nokkurra veitingastaða: (ekki náðist að fá fullt nafn hjá öllu):
Sjávarkjallarinn
/og námsstaðir þeirra
Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran
Staða: Yfirkokkur
Námstaður: Apótek bar grill
Sigurður Ívarsson
Staða: vaktstjóri
Námstaður: Perlan
Hafþór Sveinsson
Staða: matreiðslumaður
Námstaður: Hótel Holt
Ívar Unnsteinsson
Staða: matreiðslumaður
Námstaður: Apótek bar grill
og síðan eru hvorki meira né minna en 8 matreiðslunemar.
Heimasíða: Sjavarkjallarinn.is
Veitingastaðurinn Silfur
Steinn Óskar
Staða: Yfirmatreiðslumaður
Eyjó
Staða: matreiðslumaður
Jói
Staða: kokkur
Nemar
Heimasíða: Silfur.is
Thorvaldsen Bar
Ari og Elli eru vaktstjórar og vinna allt í sameiningu þ.e.a.s. báðir yfirkokkar.
Nemar
Heimasíða: Thorvaldsen.is
Og svo er það Tóti sem lærði á sögu en hann er auka á Thorvaldsen og tekur einnig veislur í Gyllta salnum ásamt Steina og/eða Gunna.
Þess ber að geta að Sjávarkjallarinn hefur fengið leyfi fyrir því að taka að sér nema í framreiðslu.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s