Vertu memm

Axel Þorsteinsson

Nýr veitingastaður TRIO lofar góðu | Spennandi byrjun

Birting:

þann

TRIO restaurant

Eins og ávallt þá fylgist veitingageirinn.is vel með nýjustu veitingastöðunum, síðastliðinn laugardag fengum við boð á TRIO eða svo bjóst ég við, en smá misskilningur kom upp hjá mér og Smára, við áttum víst ekki pantað borð fyrr en á sunnudeginum. TRIO var þó ekki lengi að kippa þessum mistökum hjá okkur í lag og reddaði borði á laugardeginum.

Vegna misskilning okkar eins og nefnt var hér fyrir ofan þá var ljósmyndarinn búinn að bóka sig á laugardeginum og lét ég tæknina duga í þetta skiptið og notaði símann minn og bauð konunni minni út í flott kvöld í staðinn.

Viðtökurnar hafa verið alveg frábærar frá opnun, allir voða ánægðir

, sagði Kolbrún Ýr í samtali við veitingageirinn.is

Hanastélið sem hefur fengið mestu athyglina er Trio Margarita og Bluberry Bramble því Tríó er fyrsti veitingastaður landsins sem er með QR kóða á matseðlinum sínum og gefur sá kóði beinan aðgang á youtube vídeó sem sýnir barþjón TRIO útbúa drykkinn. Einnig eru tveir QR kóðar á matseðlinum líkt og á vínseðlinum en þar sýna matreiðslumeistarar TRIO gera aðalréttinn nautafilet og eftirréttinn þeirra skyr.

Stemningin fyrir opnum var gríðalega mikil, við vorum rosa spennt og gífurlega stressuð því eins og svo oft áður þá tókum við „íslensku leiðina“ á þetta og allt varð klárt 10 mínútur í opnun, þá var ég að hjálpa til við að festa púðana í básana

, segir Kolbrún Ýr um stemninguna fyrir opnun.

Eins og áður hefur komið fram á veitingageirinn.is í umfjöllun um opnun TRIO þá er höfuðáhersla hjá þeim Ísland og nútíma Norður Evrópsk matargerð þar sem Íslensk hráefni eru í aðalhlutverki.

Matseðill kvöldsins var eftirfarandi:

Drykkur: Manhattan Martini

Drykkur: Manhattan Martini

Hef aldrei verið Martini maður en þessi var góður

Brauðið

Brauðið

Virkilega gott brauð

Laxa og agúrku tartar

Laxa og agúrku tartar

Tartar er alltaf góður „appetizer“ en hérna vantaði eitthvað til að krydda upp á góða byrjun

Reykt nautatungu carpaccio

Reykt nautatungu carpaccio

Þessi kom virkilega á óvart! Fullkominn með Ísland í aðalhlutverki. Fór smá aftur í æskuárin.

Hrefna með sýrðum sölum

Hrefna með sýrðum sölum

Hrefnan fullkomin og bráðnaði upp í munninum og góðum sölum sem setti jafnvægið á diskinn

Veit ekki hvar á að byrja en þessi diskur var magnaður

Pönnusteikt blálanga, stökk svínalund, kartöflustappa, shallot confit, grænar ertur og Myrkva sósa

Pönnusteikt blálanga, stökk svínalund, kartöflustappa, shallot confit, grænar ertur og Myrkva sósa

Fiskurinn fullkominn en vantaði allann stökkleika í svínalundina, Myrkva sósan bætti þó alveg upp fyrir það, þar sem hún fullkomnaði diskinn

Súkkulaðikaka, ganache, kókómjólk og brómber

Súkkulaðikaka, ganache, kókómjólk og brómber

Góð kaka og góður ganache en örlítið of þungur í lok kvölds, þarf að fínpússa aðeins

Grískur jógúrt, möndlur, hindber og lofnarblóm

Grískur jógúrt, möndlur, hindber og lofnarblóm

Betri endir á góðu kvöldi en þarf að fínpússa aðeins líka

Yfir heildina litið var þetta virkilega flott kvöld hjá TRIO og góð byrjun hjá þeim. Staðurinn sem er staðsettur á flottum stað og góð kynning á Íslenskum hráefnum. Ég og konan mín gengum ánægð út eftir frábært kvöld þökk sé Tríó Restaurant.

Hér að neðan eru myndir frá formlegri opnun TRIO á föstudaginn 1. nóvember s.l.

 

Myndir frá opnun: Arnór Halldórsson og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.

/Axel

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið