Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður slær í gegn – Atli Snær: „… oft er röð út úr dyrum“
Chikin er nýr veitingastaður við Ingólfsstræti 2 (beint á móti Prikinu), en Chikin er samheiti á kóresku og japönsku yfir djúpsteiktan kjúkling.
Eigendur eru báðir matreiðslumenn að mennt, þeir Atli Snær sem á einnig fræga veitingastaðinn Kore og Jón Þorberg Óttarson.
Staðurinn sækir innblástur í Asíska matargerð en við þróunina á kjúklingnum þá horfðu eigendur mikið til suðurríkja Bandaríkjanna.
„Okkur langaði að endurskapa þá hefð sem þekkist til í Suðurríkjunum að setjast niður í góðravona hóp að borða sterkan kjúkling. Okkur langaði að opna stað þar sem conceptið væri fyrst og fremst að fókusera á kjúkling. Við teljum að okkur hafi tekist ágætlega til allavega og oft er röð út úr dyrum, og þá sérstaklega í kúklingaburgerinn, en hann á nú þegar marga Die hard aðdáendur.
Við erum líka með Bao bun, Kjúklingalundir og aðeins örðuvísi nálgun í grænmetis réttunum. Því mætti segja að við séum að fera ótroðnar slóðir með því að sameina þessar ólíku matarhefðir.“
Sagði Atli Snær í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um matargerðina.
- Bao Spicy chikin
- Bao Fancy mushroom
- Bao Crispy Chikin
Eigendur Chikin hafa flutt inn mikið magn að sterkustu chilium heims og er staðurinn að bjóða upp á sterkasta kjúklingaborgara landsins, svo vitað er um.
„Á matseðlinum erum við með kjúklingaborgara sem fólk er byrjað að titla sem besta kjúklingaborgara landsins, við höfum því verið í basli með að anna þeirri stjarnfræðilegu eftirspurn sem myndast hefur eftir borgaranum.“
Sagði Atli Snær og bætir við í léttu gríni:
„Einnig má til gamans geta að Helgi í Góu liggur hér reglulega á glugganum til að reyna að sjá hvernig dýrðin er gerð, við höfum þurft að reka hann nokkrum sinnum í burtu.“
- Sweet potato fries
- Sweet potato fries
- Salad
- Pineapple kimchi
- Pattaya disco
- Fried rice cakes
Myndir: aðsendar / Chikin
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðanMest lesnu fréttir ársins 2025



















