Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar í Sandgerði
Nýr veitingastaður opnar í Sandgerði í dag sem hefur fengið nafnið Sjávarsetrið og er staðsettur við Vitatorg 7 þar sem veitingastaðurinn Vitinn var áður til húsa.
Það eru tvenn hjón úr Sandgerði sem keyptu húsnæði og rekstur veitingahússins Vitans í Sandgerði fyrir þremur mánuðum af hjónunum Stefáni Sigurðssyni og Brynhildi Kristjánsdóttur. Þau höfðu rekið Vitann í nær fjóra áratugi.
Eigendur eru Elfar Logason, Bergljót Bára, Símon Haukur Guðmundsson og Arna Björk Unnsteinsdóttir. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á veitingastaðnum og lítur staðurinn mjög vel út eftir breytingarnar. Virkilega vel heppnað.
Á Sjávarsetrinu verður sérstök opnunarhátíð sem fer fram samhliða hátíð Suðurnesjabæjar nú um helgina.
Matseðillinn og drykkjarseðlarnir hér að neðan eru aðeins hluti af því sem koma skal á Sjávarsetrinu:
Myndir: facebook / Sjávarsetrið
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn