Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar í Kringlunni – Finnsson Bistro
Um áramótin s.l. lokaði veitingastaðurinn Café Bleu sem staðsettur var á Stjörnutorgi Kringlunnar fyrir fullt og allt.
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á staðnum þar sem að Café Bleu var áður, en verið er að endurhanna allt svæðið og stefnt er að opna með vorinu nýjan veitingastað.
Staðurinn heitir Finnsson Bistro og verður lögð áhersla á blómlegan og litríkan veitingastað með fjölbreyttan og spennandi matseðil þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Eigendur eru Klara Óskarsdóttir og Finnur Óskarsson, en faðir þeirra er matreiðslumeistarinn Óskar Finnson sem tekur fullan þátt í rekstri staðarins ásamt eigingkonu sinni Maríu Hjaltadóttir.
Meðal nýjunga verður notalegur Búbbluskáli þar sem boðið verður upp á úrval af freyðivíni og kampavíni í litlum flöskum í blómlegu umhverfi.
Myndir: facebook / Finnsson Bistro
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn