Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður opnar í Grundarfirði

Birting:

þann

59 Bistro Bar í Grundafirði

Veitingastaðurinn 59 Bistro Bar var opnaður nú á dögunum í Grundarfirði eftir gagngerar breytingar.  Veitingastaðurinn er til húsa á Grundargötu 59 þar sem að Kaffi 59 og síðar RúBen voru til húsa, að því er fram kemur á vefnum skessuhorn.is.

Það er framreiðslumaðurinn Hendrik Björn Hermannsson sem er maðurinn á bakvið 59 Bistro Bar og hefur hann staðið í ströngu síðustu viku en hann fékk staðinn afhentan 1. október síðastliðinn.

Mikið verk hefur verið unnið á þessum sjö dögum en gagngerar endurbætur hafa átt sér stað inni á staðnum. Skipt hefur verið um gólfefni og innréttingar og margar hendur verið iðnar við kolann á þessum tíma. Staðurinn er glæsilegur á að líta eftir breytingarnar og verður varla neinn svikinn af heimsókn á 59 Bistro Bar.  Greint frá á skessuhorn.is

Matseðlar

59 Bistro Bar býður upp á fjölbreyttan matseðil ásamt því að vera með hópamatseðil og jólamatseðil.

59 Bistro Bar í Grundafirði

Myndir

 

Myndir: facebook.com / 59 Bistro Bar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið