Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar í Grundarfirði
Veitingastaðurinn 59 Bistro Bar var opnaður nú á dögunum í Grundarfirði eftir gagngerar breytingar. Veitingastaðurinn er til húsa á Grundargötu 59 þar sem að Kaffi 59 og síðar RúBen voru til húsa, að því er fram kemur á vefnum skessuhorn.is.
Það er framreiðslumaðurinn Hendrik Björn Hermannsson sem er maðurinn á bakvið 59 Bistro Bar og hefur hann staðið í ströngu síðustu viku en hann fékk staðinn afhentan 1. október síðastliðinn.
Mikið verk hefur verið unnið á þessum sjö dögum en gagngerar endurbætur hafa átt sér stað inni á staðnum. Skipt hefur verið um gólfefni og innréttingar og margar hendur verið iðnar við kolann á þessum tíma. Staðurinn er glæsilegur á að líta eftir breytingarnar og verður varla neinn svikinn af heimsókn á 59 Bistro Bar. Greint frá á skessuhorn.is
Matseðlar
59 Bistro Bar býður upp á fjölbreyttan matseðil ásamt því að vera með hópamatseðil og jólamatseðil.
Myndir
Myndir: facebook.com / 59 Bistro Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025