Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður opnar á Kirkjubæjarklaustri

Birting:

þann

Veitingastaðurinn kjarr

F.v. Baldvin Lár Benediktsson, Vigdís My Diem Vo og Lárus Hilmar Sigurðsson

Nýr veitingastaður opnaði á Kirkjubæjarklaustri í júní sem ber heitið Kjarr. Staðurinn býður upp á mat bæði í hádeginu og um kvöldið og er opnunartíminn frá 12 til 22 alla daga.

Það er veglegur matseðill að sjá á heimasíðu Kjarr, en hann inniheldur meðal annars grillaða rauðrófu, nauta carpaccio, pasta og súpur, grillað lamb, bleikju í hádeginu svo fátt eitt sé nefnt. Kvöldmatseðillinn er svipaður og matseðillinn í hádeginu, en þó með nokkra auka rétti, bakaðan ost, sjávarréttarsúpu ofl.

Góð umfjöllun er um staðinn á stjórnsýsluvef Skaftárhrepps, klaustur.is, en þar segir að eigendur Kjarr eru þau Baldvin Lár Benediktsson, Lárus Hilmar Sigurðsson og Vigdís My Diem Vo. Strákarnir unnu lengi í Hörpunni, bæði á Kolabrautinni og í veitingaþjónustunni og svo störfuðu þeir á La Primavera en síðustu tvö ár hefur Baldvin tekið þátt í ævintýri Sælkerabúðarinnar en Lárus starfað í Stálvík sem kom sér vel þegar átti að klæða eldhúsið með stáli.

Vigdís lærði konditor og bakara hjá Sandholtsbakaríi og vann þar í mörg ár. Eftir meistaraskólann starfaði Vigdís hjá ísbúðinni Skúbb og var bakari og konditor á Edition hóteli í Reykjavík.

Mynd: klaustur.is / Roberto

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið