Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Kirkjubæjarklaustri
Nýr veitingastaður opnaði á Kirkjubæjarklaustri í júní sem ber heitið Kjarr. Staðurinn býður upp á mat bæði í hádeginu og um kvöldið og er opnunartíminn frá 12 til 22 alla daga.
Það er veglegur matseðill að sjá á heimasíðu Kjarr, en hann inniheldur meðal annars grillaða rauðrófu, nauta carpaccio, pasta og súpur, grillað lamb, bleikju í hádeginu svo fátt eitt sé nefnt. Kvöldmatseðillinn er svipaður og matseðillinn í hádeginu, en þó með nokkra auka rétti, bakaðan ost, sjávarréttarsúpu ofl.
Góð umfjöllun er um staðinn á stjórnsýsluvef Skaftárhrepps, klaustur.is, en þar segir að eigendur Kjarr eru þau Baldvin Lár Benediktsson, Lárus Hilmar Sigurðsson og Vigdís My Diem Vo. Strákarnir unnu lengi í Hörpunni, bæði á Kolabrautinni og í veitingaþjónustunni og svo störfuðu þeir á La Primavera en síðustu tvö ár hefur Baldvin tekið þátt í ævintýri Sælkerabúðarinnar en Lárus starfað í Stálvík sem kom sér vel þegar átti að klæða eldhúsið með stáli.
Vigdís lærði konditor og bakara hjá Sandholtsbakaríi og vann þar í mörg ár. Eftir meistaraskólann starfaði Vigdís hjá ísbúðinni Skúbb og var bakari og konditor á Edition hóteli í Reykjavík.
Mynd: klaustur.is / Roberto

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí