Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður: Íslenski barinn endurvakinn

Birting:

þann

Slegið á létta strengi. Gústav alltaf hress.

Slegið á létta strengi.
Gústav alltaf hress.

Ekki slæmt að hafa Dill sem nágranna

Ekki slæmt að hafa Dill sem nágranna

Það var allt á fullu, smiðir, pípulagningarmenn og rafvirkjar í húsi sem áður hýsti Næsta bar við Ingólfsstræti 1a, þegar fréttamann veitingageirans bar að garði. Þar mun Íslenski barinn sem margir þekkja frá Austurvelli verða endurvakinn. Innan um alla iðnaðarmennina var Sjávargrillskokkurinn og Matreiðslumaður ársins 2010 Gústav Axel Gunnlaugsson og tók hann vel á móti fréttamanni.

Íslenski barinn, Ingólfsstræti 1a

Íslenski barinn, Ingólfsstræti 1a

Eigendur Íslenska Barsins eru Gústav Axel Gunnlaugsson og Lárus Gunnar Jónasson matreiðslumenn, Guðmundur Hansson og Guðrún Veronika Þorvaldsdóttir framreiðslumenn, en Veronika kemur til með að sjá um rekstur staðarins.

Gústav fór létta yfirferð með fréttamanni um hvers má vænta á nýja staðnum; það verður létt stemming, trúbator, píluspjald, píanó fyrir þá sem vilja taka lagið, íslenskur pöbbamatur eins og hann gerist bestur, íslenskir bjórar verða í hávegum hafðir og margt fleira.

Hér er á ferðinni áhugaverður staður sem vert er að kíkja á.

 

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið