Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður í Norræna húsinu

Birting:

þann

Norræna húsið

Sveinn Kjartansson útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1985

Sveinn Kjartansson útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1985

AALTO Bistro er nýr og spennandi veitingastaður sem verður opnaður í Norræna húsinu 1. maí næstkomandi undir dyggri stjórn og listfengi Sveins Kjartanssonar matreiðslumeistara og sjónvarpskokks.  Sveinn sem jafnframt er eigandi veitingahússins Borðstofan, segir í samtali við veitingageirinn.is að Borðstofan verður áfram opinn í núverandi mynd, enginn breyting þar á.

AALTO Bistro markar sérstöðu þar sem farnar verða ótroðnar og spennandi slóðir í matreiðslu og við nýtingu á óhefðbundnu hráefni, sem og daðrað við skandinavíska matargerð undir miðevrópskum áhrifum.

Á AALTO Bistro verður á boðstólum hollur og ljúffengur matur úr fersku gæðahráefni.  Einnig verður gott úrval af heimabökuðum kökum og öðru spennandi sætmeti með kaffinu allan daginn.

Gestum og gangandi gefst því tækifæri á að njóta til hins ítrasta alls þess sem Norræna húsið hefur upp á að bjóða; bókmenntir, myndlist, matargerð og menning í sinni fjölbreyttustu mynd.

logo_aalto_bistroVeitingastaðurinn AALTO Bistro dregur nafn sitt af hönnuði Norræna hússins, hinum heimsþekkta finnska arkitekt, Alvar Aalto (1898 – 1976), og vill þannig heiðra minningu hans og arfleifð.

Norræna húsið er eitt af hans seinni verkum og er líkt og falinn demantur á meðal þekktari verka hans. Húsið ber mörg höfundareinkenni Aaltos. Þau sjást einna best í bláu flísunum á þaki hússins, í hvelfingu bókasafnsins og í hinni miklu notkun á hvítum lit, flísum og við í allri byggingunni.

Alvar Aalto hannaði einnig húsgögn í flestallar byggingar sínar og í Norræna húsinu eru öll húsgögn og ljós hönnuð af honum.

 

Myndir: af facebook síðu AALTO Bistro.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið