Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur
Aðstandendur Steikhússins í Tryggvagötu vinna nú hörðum höndum að því að opna nýjan veitingastað í enda apríl við Aðalstræti 2, þar sem Rub 23 var áður húsa.
Á veitingastaðnum sem hefur fengið nafnið Kjallarinn verður megináhersla lögð á fiskmeti en kjöt-, og jafnvel grænmetisréttum verður gert hátt undir höfði. Eldhúsið er nú eftir breytingar búið kolaofni og einnig franskri plancha og er matseðli skipt niður eftir því hvor leiðin er notuð við hvern rétt.
Eldhúsið er ekki eyland og koma barþjónar að þróun seðilsins og matreiðslumenn að þróun drykkjarseðilsins, þar sem stefnt er á að para saman drykk og mat til að hámarka ánægjuna.
Eigendur Kjallarans eru Tómas Kristjánsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Níels Hafsteinsson og Eyjólfur Gestur Ingólfsson.
Mynd: skjáskot af google korti.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






