Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur
Aðstandendur Steikhússins í Tryggvagötu vinna nú hörðum höndum að því að opna nýjan veitingastað í enda apríl við Aðalstræti 2, þar sem Rub 23 var áður húsa.
Á veitingastaðnum sem hefur fengið nafnið Kjallarinn verður megináhersla lögð á fiskmeti en kjöt-, og jafnvel grænmetisréttum verður gert hátt undir höfði. Eldhúsið er nú eftir breytingar búið kolaofni og einnig franskri plancha og er matseðli skipt niður eftir því hvor leiðin er notuð við hvern rétt.
Eldhúsið er ekki eyland og koma barþjónar að þróun seðilsins og matreiðslumenn að þróun drykkjarseðilsins, þar sem stefnt er á að para saman drykk og mat til að hámarka ánægjuna.
Eigendur Kjallarans eru Tómas Kristjánsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Níels Hafsteinsson og Eyjólfur Gestur Ingólfsson.
Mynd: skjáskot af google korti.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!