Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur
Aðstandendur Steikhússins í Tryggvagötu vinna nú hörðum höndum að því að opna nýjan veitingastað í enda apríl við Aðalstræti 2, þar sem Rub 23 var áður húsa.
Á veitingastaðnum sem hefur fengið nafnið Kjallarinn verður megináhersla lögð á fiskmeti en kjöt-, og jafnvel grænmetisréttum verður gert hátt undir höfði. Eldhúsið er nú eftir breytingar búið kolaofni og einnig franskri plancha og er matseðli skipt niður eftir því hvor leiðin er notuð við hvern rétt.
Eldhúsið er ekki eyland og koma barþjónar að þróun seðilsins og matreiðslumenn að þróun drykkjarseðilsins, þar sem stefnt er á að para saman drykk og mat til að hámarka ánægjuna.
Eigendur Kjallarans eru Tómas Kristjánsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Níels Hafsteinsson og Eyjólfur Gestur Ingólfsson.
Mynd: skjáskot af google korti.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri