Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður á Smáratorgi: Brasa kveikir eld í Turninum

Birting:

þann

F.v. Hinrik Örn Lárusson, Sigurður Helgason og Viktor Örn Andrésson

F.v. Hinrik Örn Lárusson, Sigurður Helgason og Viktor Örn Andrésson

Nýr veitingastaður, Brasa, opnar í nóvember á annarri hæð í Turninum við Smáratorg í Kópavogi. Eigendur staðarins eru Hinrik Örn Lárusson, Viktor Örn Andrésson og Sigurður Helgason, margverðlaunaðir matreiðslumenn. Hinrik og Viktor standa jafnframt á bak við Sælkerabúðina, Sælkeramat og LUX veitingar.

Brasa leggur upp með fjölbreyttan matseðil þar sem suðuramerísk matargerð og eldun á kolum eru í öndvegi. Á staðnum verður stórt kolagrill, kolaofn og kolagrillspíra, svokallaður rotisserie, sem verður bæði í notkun á veitingastaðnum og í Brasa deli sem býður upp á réttina í take away.

Brasa veitingastaður - Sælkerabúðin, Sælkeramatur og LUX veitingar

Brasa sameinar hefðir og nýja strauma í jólahlaðborði sínu.

Frá 14. nóvember til 20. desember verður Brasa með glæsilegt jólahlaðborð fyrir einstaklinga og hópa öll föstudags- og laugardagskvöld. Þá verður einnig boðið upp á jólabrunch á helgum. Hlaðborðið sameinar klassíska hátíðarrétti með Brasa-áhrifum og suðuramerískri og asískri upplifun, en einnig verður hægt að panta sérstakan hátíðarseðil beint á borð.

Sjá einnig: Brasa leitar að þjón­um & barþjón­um í fullt starf/hlutastarf

Yfirkokkur staðarins er Birkir Freyr Guðbrandsson, en Kristín Samúelsdóttir fer með markaðs-, sölu- og viðburðamál. LUX veitingar munu sjá um fjölbreyttan hádegisverð og hádegishlaðborð fyrir leigutaka og aðra gesti í Turninum.

Nafnið Brasa vísar til spænska orðsins yfir þá tegund matargerðar þar sem kol eru notuð til eldunar, en er einnig skemmtilegt og hnitmiðað íslenskt orð.

Myndir: úr safni / aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið