Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Smáratorgi: Brasa kveikir eld í Turninum
Nýr veitingastaður, Brasa, opnar í nóvember á annarri hæð í Turninum við Smáratorg í Kópavogi. Eigendur staðarins eru Hinrik Örn Lárusson, Viktor Örn Andrésson og Sigurður Helgason, margverðlaunaðir matreiðslumenn. Hinrik og Viktor standa jafnframt á bak við Sælkerabúðina, Sælkeramat og LUX veitingar.
Brasa leggur upp með fjölbreyttan matseðil þar sem suðuramerísk matargerð og eldun á kolum eru í öndvegi. Á staðnum verður stórt kolagrill, kolaofn og kolagrillspíra, svokallaður rotisserie, sem verður bæði í notkun á veitingastaðnum og í Brasa deli sem býður upp á réttina í take away.
Frá 14. nóvember til 20. desember verður Brasa með glæsilegt jólahlaðborð fyrir einstaklinga og hópa öll föstudags- og laugardagskvöld. Þá verður einnig boðið upp á jólabrunch á helgum. Hlaðborðið sameinar klassíska hátíðarrétti með Brasa-áhrifum og suðuramerískri og asískri upplifun, en einnig verður hægt að panta sérstakan hátíðarseðil beint á borð.
Sjá einnig: Brasa leitar að þjónum & barþjónum í fullt starf/hlutastarf
Yfirkokkur staðarins er Birkir Freyr Guðbrandsson, en Kristín Samúelsdóttir fer með markaðs-, sölu- og viðburðamál. LUX veitingar munu sjá um fjölbreyttan hádegisverð og hádegishlaðborð fyrir leigutaka og aðra gesti í Turninum.
- Tölvuteiknaðar myndir
Nafnið Brasa vísar til spænska orðsins yfir þá tegund matargerðar þar sem kol eru notuð til eldunar, en er einnig skemmtilegt og hnitmiðað íslenskt orð.
Myndir: úr safni / aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025










