Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Hvammstanga
Sjávarborg er nýr veitingastaður en hann er staðsettur á efri hæð Selaseturs Íslands á Hvammstanga.
Veitingastaðurinn leggur aðaláherslu á sjávarfang í bland við girnilegar steikur og aðra rétti. Boðið er upp á hópamatseðil sem og À la carte matseðil. Rekstraraðilar Sjávarborgar eru þau sömu og að Sveitasetrinu Gauksmýri og framkvæmdastjóri er Jóhann Albertsson.
Sjávarborg sér um að elda matinn fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra og er maturinn eldaður á veitingastaðnum og fluttur yfir í skólann þar sem hann er framreiddur til nemenda og starfsfólks.
Miklar framkvæmdir voru gerðar á húsnæðinu og er veitingastaðurinn hið glæsilegasta og frábært útsýni fyrir gesti eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Frá framkvæmdum:
Veitingastaðurinn Sjávarborg:
Skoðaðu umhverfið hér:
Myndir: af facebook síðu Sjávarborg.
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill