Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Hvammstanga
Sjávarborg er nýr veitingastaður en hann er staðsettur á efri hæð Selaseturs Íslands á Hvammstanga.
Veitingastaðurinn leggur aðaláherslu á sjávarfang í bland við girnilegar steikur og aðra rétti. Boðið er upp á hópamatseðil sem og À la carte matseðil. Rekstraraðilar Sjávarborgar eru þau sömu og að Sveitasetrinu Gauksmýri og framkvæmdastjóri er Jóhann Albertsson.
Sjávarborg sér um að elda matinn fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra og er maturinn eldaður á veitingastaðnum og fluttur yfir í skólann þar sem hann er framreiddur til nemenda og starfsfólks.
Miklar framkvæmdir voru gerðar á húsnæðinu og er veitingastaðurinn hið glæsilegasta og frábært útsýni fyrir gesti eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Frá framkvæmdum:
Veitingastaðurinn Sjávarborg:
Skoðaðu umhverfið hér:
Myndir: af facebook síðu Sjávarborg.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla