Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Nýr staður Primo á Grensásveginum – „…svona alvörubragð, ekkert fiff“

Birting:

þann

Bræðurnir Brynjar Freyr Steingrímsson yfirpizzumaður og Kristinn Snær Steingrimsson yfirmatreiðslumaður

Bræðurnir Brynjar Freyr Steingrímsson yfirpizzumaður og Kristinn Snær Steingrimsson yfirmatreiðslumaður

Primo Ristorante er við Grensásveg 10

Primo Ristorante er við Grensásveg 10

Við félagarnir áttum leið þangað um síðustu helgi, en staðurinn er þar sem Rizzo pizzur voru síðast þar, áður Heitt og Kalt, og Pizzahúsið svo einhverjir staðir séu nefndir.

Nú er húsbóndinn Haukur Víðisson sem marga fjöruna hefur sopið og það alltaf með bravor. Það var ekki laust við að maður hlakkaði til að sjá hvernig honum tækist til í þetta skipti.

Og fyrstu viðbrögð lofuðu góðu, á móti okkur tók þessi indæla stúlka og vísaði okkur til sætis og bauð okkur að skoða matseðillinn, og óskaði eftir því að samskiptin færu fram á ensku sem var auðsótt mál, við sögðum henni að það væri eldhúsið sem réði för og þar með var þessi matarveisla sett í gang.

Fyrst kom Focaccia brauð með fersku basilpesto og Platti með úrvali af hráskinku, pylsum, ólífum og grilluðu grænmeti.

Fyrst kom Focaccia brauð með fersku basilpesto og Platti með úrvali af hráskinku, pylsum, ólífum og grilluðu grænmeti.

Pestóið var frábært sem annað á plattanum, svona alvörubragð, ekkert fiff.

Næst kom Cacio e pepe Bucatini pasta, ristaður pipar, pecorino og parmesan

Næst kom Cacio e pepe Bucatini pasta, ristaður pipar, pecorino og parmesan

Æðislegt pasta, engin sósa og maður saknaði hennar ekkert, piparinn fannst en angraði ekki.

Svo kom Scampi pestó, humar, steinselja og eldpipar

Svo kom Scampi pestó, humar, steinselja og eldpipar

Gargaði á mann að borða sig, þarna var eldpiparinn það sterkur að humarins naut ekki við.

Þá kom Grilluð ribeye-steik bakaður hvítlaukur, stökksteikt gnocchi og jómfrúarolía

Þá kom Grilluð ribeye-steik bakaður hvítlaukur, stökksteikt gnocchi og jómfrúarolía

Alveg svakalega bragðgóð og lúnamjúk, gnocchið frumlegt og gott, bakaði hvítlaukurinn algjört sælgæti

Og í lokin kom Tiramisu

Og í lokin kom Tiramisu

Hún er löguð á staðnum og er bragðskipt og ég hef einu sinni fengið eins góða Tiramisu og það var þegar UNO opnaði, ef eitthvað þá hefur þessi sennilega vinninginn.

 

María

María

Á þessari stundu ákvað ég að spyrja stúlkuna hvaðan hún kæmi og er hún svaraði frá Helsingör í Danmörk, þá var svissað allsnarlega yfir á dönsku það sem eftir var og fyrir þá sem vilja vita heitir hún María. Kokkarnir á vaktinni litu við í lokinn og heita þeir Kristinn Snær Steingrimsson yfirmatreiðslumaður og bróðir hans Brynjar Freyr Steingrímsson sem er yfirpizzumaður.

Það voru tveir glaðir og sælir félagar sem þökkuðu fyrir sig og héldu út í myrkrið.

 

Vídeó: Primo Ristorante.

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
2 Comments

2 Comments

  1. Kári

    13.12.2013 at 11:32

    Haukur klikkar ekki

  2. Dóri chef

    12.12.2013 at 23:57

    for ad borda tharna um daginn, flottur stadur og godur matur

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið