Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýr og girnilegur matseðill á veitingahúsi Krauma
Nýr matseðill hefur litið í dagsins ljós með dýrindis réttum úr ferskum íslenskum hráefnum hjá veitingahúsi Krauma.
Í aðalbyggingu Krauma er veitingastaður með fullbúnu eldhúsi sem rúmar 70 manns í sæti og 60 á palli utandyra þegar veður leyfir.
Krauma plattinn er vinsæll enda stútfullur af sælkeramat, fennil- og sítrónugrafin geit, greni og rósmarín reykt geit frá Háafelli, dill- og sítrónugrafinn lax, grenireyktur lax, súrsað grænmeti, piparrótarjómi, sveppa vinaigrette, heimalagaður ricotta ostur og geita feti. Þessi réttur er tilvalið að deila og kostar 3.800 krónur.
Salat frá Sólbyrgi, með allskyns grænmeti ofl. frá Sólbyrgi garðyrkjustöðinni á 2.500 krónur og einnig er í boði Caesar salat með grænmeti frá Sólbyrgi á 2.890 krónur.
Aðalréttirnir eru 4, grillað lambafillet á 4.700 krónur, hægeldaður þorskur á 3.800 krónur, Krauma grænkeri sem inniheldur úrval af sérræktuðum sveppum, saltbakaðri rauðrófu, linsu- og baunasalati, gulrótarmauki með sítrónu-dill sósu á 2.890 krónur.
Þeir sem eru einungis í stuði fyrir hamborgara, þá býður Krauma upp á hamborgara frá Mýranauti á 2.890 krónur.
Eftirréttirnir eru þrír, ostakaka með ástríðualdin og karamellusósu á 1.690 krónur, döðlueftirréttur sem þau skíra döðlugott og er hann borinn fram með rjóma og karmellusósu og kostar 1.690 krónur.
Að lokum eftirréttatvenna sem inniheldur heitri súkkulaðiköku með espresso créam brúlée og marineruð ber á 1.690 krónur.
Yfirkokkur Krauma er Pétur Brynjar Sigurðsson matreiðslumaður.
Sjá einnig:
Myndir: krauma.is
Er nýr matseðill á þínum veitingastað? Sendu okkur línu og myndir hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti