Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýr og girnilegur matseðill á veitingahúsi Krauma
Nýr matseðill hefur litið í dagsins ljós með dýrindis réttum úr ferskum íslenskum hráefnum hjá veitingahúsi Krauma.
Í aðalbyggingu Krauma er veitingastaður með fullbúnu eldhúsi sem rúmar 70 manns í sæti og 60 á palli utandyra þegar veður leyfir.
Krauma plattinn er vinsæll enda stútfullur af sælkeramat, fennil- og sítrónugrafin geit, greni og rósmarín reykt geit frá Háafelli, dill- og sítrónugrafinn lax, grenireyktur lax, súrsað grænmeti, piparrótarjómi, sveppa vinaigrette, heimalagaður ricotta ostur og geita feti. Þessi réttur er tilvalið að deila og kostar 3.800 krónur.
Salat frá Sólbyrgi, með allskyns grænmeti ofl. frá Sólbyrgi garðyrkjustöðinni á 2.500 krónur og einnig er í boði Caesar salat með grænmeti frá Sólbyrgi á 2.890 krónur.
Aðalréttirnir eru 4, grillað lambafillet á 4.700 krónur, hægeldaður þorskur á 3.800 krónur, Krauma grænkeri sem inniheldur úrval af sérræktuðum sveppum, saltbakaðri rauðrófu, linsu- og baunasalati, gulrótarmauki með sítrónu-dill sósu á 2.890 krónur.
Þeir sem eru einungis í stuði fyrir hamborgara, þá býður Krauma upp á hamborgara frá Mýranauti á 2.890 krónur.
Eftirréttirnir eru þrír, ostakaka með ástríðualdin og karamellusósu á 1.690 krónur, döðlueftirréttur sem þau skíra döðlugott og er hann borinn fram með rjóma og karmellusósu og kostar 1.690 krónur.
Að lokum eftirréttatvenna sem inniheldur heitri súkkulaðiköku með espresso créam brúlée og marineruð ber á 1.690 krónur.
Yfirkokkur Krauma er Pétur Brynjar Sigurðsson matreiðslumaður.
Sjá einnig:
Myndir: krauma.is
Er nýr matseðill á þínum veitingastað? Sendu okkur línu og myndir hér.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Frétt5 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala