Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýr og girnilegur matseðill á veitingahúsi Krauma
Nýr matseðill hefur litið í dagsins ljós með dýrindis réttum úr ferskum íslenskum hráefnum hjá veitingahúsi Krauma.
Í aðalbyggingu Krauma er veitingastaður með fullbúnu eldhúsi sem rúmar 70 manns í sæti og 60 á palli utandyra þegar veður leyfir.
Krauma plattinn er vinsæll enda stútfullur af sælkeramat, fennil- og sítrónugrafin geit, greni og rósmarín reykt geit frá Háafelli, dill- og sítrónugrafinn lax, grenireyktur lax, súrsað grænmeti, piparrótarjómi, sveppa vinaigrette, heimalagaður ricotta ostur og geita feti. Þessi réttur er tilvalið að deila og kostar 3.800 krónur.
Salat frá Sólbyrgi, með allskyns grænmeti ofl. frá Sólbyrgi garðyrkjustöðinni á 2.500 krónur og einnig er í boði Caesar salat með grænmeti frá Sólbyrgi á 2.890 krónur.
Aðalréttirnir eru 4, grillað lambafillet á 4.700 krónur, hægeldaður þorskur á 3.800 krónur, Krauma grænkeri sem inniheldur úrval af sérræktuðum sveppum, saltbakaðri rauðrófu, linsu- og baunasalati, gulrótarmauki með sítrónu-dill sósu á 2.890 krónur.
Þeir sem eru einungis í stuði fyrir hamborgara, þá býður Krauma upp á hamborgara frá Mýranauti á 2.890 krónur.
Eftirréttirnir eru þrír, ostakaka með ástríðualdin og karamellusósu á 1.690 krónur, döðlueftirréttur sem þau skíra döðlugott og er hann borinn fram með rjóma og karmellusósu og kostar 1.690 krónur.
Að lokum eftirréttatvenna sem inniheldur heitri súkkulaðiköku með espresso créam brúlée og marineruð ber á 1.690 krónur.
Yfirkokkur Krauma er Pétur Brynjar Sigurðsson matreiðslumaður.
Sjá einnig:
Myndir: krauma.is
Er nýr matseðill á þínum veitingastað? Sendu okkur línu og myndir hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays








