Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Reykjavík en með hjartað á Ítalíu – Sjáðu matseðilinn
Nýr ítalskur veitingastaður hefur verið opnaður á Hverfisgötu 96 og heitir staðurinn Grazie Trattoria.
Jón Arnar Guðbrandsson matreiðslumaður er einn af eigendum, þaulreyndur veitingamaður.
Grazie Trattoria tekur í kringum 130 – 150 manns í sæti og er ekta ítalskur veitingastaður sem býður upp á alla helstu ítalska rétti.
„Nokkrir voru búnir að sækja um og ein var búin að gefast upp og hafði ekki sótt um í tvö eða tvö og hálft ár. Hún sagði bara: Ég var búin að gefast upp, mig langaði að vinna meira en það gekk ekki upp!
Og maður fann það alveg að það var pínu stress yfir því að það væri kannski bara of gamalt eða ekki nógu gott.“
Sagði Jón Arnar í samtali við visir.is.
Jón Arnar keypti heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem hann auglýsti eftir gestgjafa sem eru eldri en 60 ára og vakti sú auglýsing gríðarlega mikla athygli fjölmiðla.
Stöð 2 var við opnun á staðnum en innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ekta Ítalskur veitingastaður
Það má með sanni segja að Grazie Trattoria fari alla leið að vera ekta ítalskur veitingastaður, en staðurinn býður upp á vinsælustu rétti Ítala.
Mynd: Skjáskot úr frétt Stöðvar 2.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt3 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti