Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Reykjavík en með hjartað á Ítalíu – Sjáðu matseðilinn
Nýr ítalskur veitingastaður hefur verið opnaður á Hverfisgötu 96 og heitir staðurinn Grazie Trattoria.
Jón Arnar Guðbrandsson matreiðslumaður er einn af eigendum, þaulreyndur veitingamaður.
Grazie Trattoria tekur í kringum 130 – 150 manns í sæti og er ekta ítalskur veitingastaður sem býður upp á alla helstu ítalska rétti.
„Nokkrir voru búnir að sækja um og ein var búin að gefast upp og hafði ekki sótt um í tvö eða tvö og hálft ár. Hún sagði bara: Ég var búin að gefast upp, mig langaði að vinna meira en það gekk ekki upp!
Og maður fann það alveg að það var pínu stress yfir því að það væri kannski bara of gamalt eða ekki nógu gott.“
Sagði Jón Arnar í samtali við visir.is.
Jón Arnar keypti heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem hann auglýsti eftir gestgjafa sem eru eldri en 60 ára og vakti sú auglýsing gríðarlega mikla athygli fjölmiðla.
Stöð 2 var við opnun á staðnum en innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ekta Ítalskur veitingastaður
Það má með sanni segja að Grazie Trattoria fari alla leið að vera ekta ítalskur veitingastaður, en staðurinn býður upp á vinsælustu rétti Ítala.
Mynd: Skjáskot úr frétt Stöðvar 2.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði