Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýr humlaður lager frá Einstök
Einstök Hoppy Summer Lager er nýr lagerbjór frá Einstök Ölgerð sem kominn er í sölu í Vínbúðunum. Hoppy Summer er bragðmikill lagerbjór sem er 4,7% að styrkleika. Hann skartar bæverskum humlum og er þurrhumlaður með Citra Cryo til að gefa þetta kraftmikla en jafnframt ferska bragð.
Einstök hefur hingað til einbeitt sér að því að framleiða gæðabjóra í öðrum bjórstílum og er hér því um fyrsta lager bjór Einstök að ræða.
„Við höfum orðið vör við aukinni eftirspurn eftir lagerbjórum sem eru léttari í áfengisprósentu án þess að það bitni á bragðgæðum og teljum okkur hafa þróað áhugaverðan kost með Hoppy Summer lager sem er karakterríkur, en ferskur lagerbjór.“
segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Einstök Ölgerð ehf. Bjórinn er ósætur og meðal beiskur en í honum má greina grösuga tóna, korn og sítrus.
Einstök Hoppy Summer Lager er fáanlegur í takmörkuðu upplagi í sumar.
Um Einstök Ölgerð
Í haust eru 9 ár síðan Einstök Ölgerð hóf starfsemi hér á landi. Vörur fyrirtækisins fást nú í 26 löndum og er meirihluti framleiðslunnar seldur erlendis. Hoppy Summer Lager er tíunda bjórtegundin sem fyrirtækið setur á markað og verður aðeins fáanlegur á Íslandi í sumar.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Nemendur & nemakeppni11 klukkustundir síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum