Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr hamborgari kynntur á Hamborgarafabrikkunni – Vilborgarinn er heiðursborgari Vilborgar suðurpólfara
Hamborgarafabrikkan, í samstarfi við indverska kokkinn Shijo Mathew, hefur sett saman indverskan hamborgara til heiðurs Vilborgar Örnu Gissurardóttur. Vilborg er ein fremsta ævintýrakona okkar Íslendinga.
Með ástríðu og áræðni gekk hún einsömul á Suðurpólinn árið 2013 og komst fyrst íslenskra kvenna á tind Everest fjalls árið 2017.
Jói og Vilborg fóru á toppinn
Jói og Vilborg fóru á toppinn!
Jói og Vilborg fóru á toppinn! Vilborgarinn er kominn
Posted by Íslenska Hamborgarafabrikkan on Monday, 8 January 2018
Vilborgarinn er 120 gramma ungnautahamborgari, marineraður í indverskri kryddblöndu, með stökku Papadum, ferskri myntu, kóríander og spínati og heimalagaðri döðlusósu. Hann er borinn fram með sætum kartöflum með ristuðu, indversku Tadka.
Allar Vilborgir fengu ókeypis Vilborgara á Vilborgardaginn
Í tilefni af vígslu borgarans efndi Hamborgarafabrikkan til Vilborgardagsins í gær þriðjudaginn 9. janúar. Þann dag fengu allar konur sem heita Vilborg að fornafni eða millilnafni ókeypis Vilborgara og gos gegn framvísun persónuskilríkja.
Vilborgardagurinn er á morgun, þriðjudaginn 9. janúar.Allar Vilborgir þessa lands fá ókeypis Vilborgara á Fabrikkunum þremur, Höfðatorgi, Kringlunni og Akureyri. Það eina sem Vilborgir þurfa að gera er að framvísa persónuskilríkjum.
Posted by Íslenska Hamborgarafabrikkan on Monday, 8 January 2018
Vídeó: facebook / fabrikkan
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?