Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr hamborgari kynntur á Hamborgarafabrikkunni – Vilborgarinn er heiðursborgari Vilborgar suðurpólfara

Vilborgarinn er 120 gramma ungnautahamborgari, marineraður í indverskri kryddblöndu, með stökku Papadum, ferskri myntu, kóríander og spínati og heimalagaðri döðlusósu. Hann er borinn fram með sætum kartöflum með ristuðu, indversku Tadka.
Hamborgarafabrikkan, í samstarfi við indverska kokkinn Shijo Mathew, hefur sett saman indverskan hamborgara til heiðurs Vilborgar Örnu Gissurardóttur. Vilborg er ein fremsta ævintýrakona okkar Íslendinga.
Með ástríðu og áræðni gekk hún einsömul á Suðurpólinn árið 2013 og komst fyrst íslenskra kvenna á tind Everest fjalls árið 2017.
Jói og Vilborg fóru á toppinn
Jói og Vilborg fóru á toppinn!
Jói og Vilborg fóru á toppinn! Vilborgarinn er kominn
Posted by Íslenska Hamborgarafabrikkan on Monday, 8 January 2018
Vilborgarinn er 120 gramma ungnautahamborgari, marineraður í indverskri kryddblöndu, með stökku Papadum, ferskri myntu, kóríander og spínati og heimalagaðri döðlusósu. Hann er borinn fram með sætum kartöflum með ristuðu, indversku Tadka.
Allar Vilborgir fengu ókeypis Vilborgara á Vilborgardaginn
Í tilefni af vígslu borgarans efndi Hamborgarafabrikkan til Vilborgardagsins í gær þriðjudaginn 9. janúar. Þann dag fengu allar konur sem heita Vilborg að fornafni eða millilnafni ókeypis Vilborgara og gos gegn framvísun persónuskilríkja.
Vilborgardagurinn er á morgun, þriðjudaginn 9. janúar.Allar Vilborgir þessa lands fá ókeypis Vilborgara á Fabrikkunum þremur, Höfðatorgi, Kringlunni og Akureyri. Það eina sem Vilborgir þurfa að gera er að framvísa persónuskilríkjum.
Posted by Íslenska Hamborgarafabrikkan on Monday, 8 January 2018
Vídeó: facebook / fabrikkan
Mynd: aðsend

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti