Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr hamborgari kynntur á Hamborgarafabrikkunni – Vilborgarinn er heiðursborgari Vilborgar suðurpólfara
Hamborgarafabrikkan, í samstarfi við indverska kokkinn Shijo Mathew, hefur sett saman indverskan hamborgara til heiðurs Vilborgar Örnu Gissurardóttur. Vilborg er ein fremsta ævintýrakona okkar Íslendinga.
Með ástríðu og áræðni gekk hún einsömul á Suðurpólinn árið 2013 og komst fyrst íslenskra kvenna á tind Everest fjalls árið 2017.
Jói og Vilborg fóru á toppinn
Jói og Vilborg fóru á toppinn!
Jói og Vilborg fóru á toppinn! Vilborgarinn er kominn
Posted by Íslenska Hamborgarafabrikkan on Monday, 8 January 2018
Vilborgarinn er 120 gramma ungnautahamborgari, marineraður í indverskri kryddblöndu, með stökku Papadum, ferskri myntu, kóríander og spínati og heimalagaðri döðlusósu. Hann er borinn fram með sætum kartöflum með ristuðu, indversku Tadka.
Allar Vilborgir fengu ókeypis Vilborgara á Vilborgardaginn
Í tilefni af vígslu borgarans efndi Hamborgarafabrikkan til Vilborgardagsins í gær þriðjudaginn 9. janúar. Þann dag fengu allar konur sem heita Vilborg að fornafni eða millilnafni ókeypis Vilborgara og gos gegn framvísun persónuskilríkja.
Vilborgardagurinn er á morgun, þriðjudaginn 9. janúar.Allar Vilborgir þessa lands fá ókeypis Vilborgara á Fabrikkunum þremur, Höfðatorgi, Kringlunni og Akureyri. Það eina sem Vilborgir þurfa að gera er að framvísa persónuskilríkjum.
Posted by Íslenska Hamborgarafabrikkan on Monday, 8 January 2018
Vídeó: facebook / fabrikkan
Mynd: aðsend
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Frétt4 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa