Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýjar vörur frá Helvítis kokkinum – Ívar Örn: „Söluhæsta varan okkar er Rauður Jalapeno og Basil“
Ívar Örn Hansen matreiðslumaður hefur haft nóg í að snúast, en á síðasta ári fór hann af stað með matreiðsluþættina Helvítis kokkurinn á Vísi og á Stöð 2+ og var fyrsti þáttur sýndur 1. júní 2022, þar sem hann eldaði bragðgóðan mat á mannamáli og sleppti öllu kjaftæðinu.
Sjálfur er hann mikill matarunnandi sem elskar að gleðja aðra með góðum mat, en hann framleiðir Eldpiparsultur sem hefur hefur gengið mjög vel.
Helvítis sulturnar eru unnar á gamla góða mátann og er eingöngu notaður íslenskur eldpipar og eru engin rotvarnar- eða litarefni í þeim þannig að þær eru náttúrlega fallegar á litinn.
5 tegundir af glænýjum Eldpiparsultum fór á markaðinn fyrir jól, en þær eru:
Grænn Jalapeno og Límóna
Rauður Jalapeno og Basil
Surtsey og Ananas
Habanero og Appelsína
Carolina Reaper og Bláber
Þær fást í eftirfarandi verslunum:
Melabúðin
Kjötkompaní
Taste og Iceland
Fjarðarkaup
Hagkaup
„Salan gengur vonum framar og við erum einstaklega þakklát viðtökunum á Helvítis Eldpiparsultunum.
Söluhæsta varan okkar er Rauður Jalapeno og Basil“
Sagði Ívar Örn í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um söluhæstu vöruna.
Að auki opnaði Ívar Helvítis Veisluþjónustuna sem hægt er að skoða með því að smella hér.
Ívar Örn lærði fræðin sín í Veislunni hjá Brynjari Eymundssyni undir handleiðslu Bjarna Óla Haralds og síðar Hauks Kr. Eyjólfssonar. Ívar útskrifaðist árið 2016 hjá Vigni Hlöðverssyni yfirmatreiðslumeistara á Grand Hótel.
Að mestu hefur Ívar unnið sjálfstætt síðustu ár og einnig verið að vinna sem einkakokkur.
Myndir: facebook / Helvítis kokkurinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði