Markaðurinn
Nýjar vörur frá Foss distillery
Foss distillery kynnir með stolti tvær nýjar vörur á markaðinn, Eimi vodka og Börk bitter. Vörurnar hafa verið í þróun í talsverðan tíma þar sem Foss vann þær að vissu marki i samstarfi við Drink Factory í London sem er í eigu hins þekkta mixologist Toni Conigliaro. Það samstarf leyddi til þess að í dag er kokteillinn “Inititals” í boði á 69 Colebrook Row í London, sem er í eigu Tony, og er hann eingöngu samsettur úr nýju vörunum, Eimi og Berki ásamt birkisýrópi frá Foss distillery.
Eimir er handunninn íslenskur vodki, unninn úr íslensku birki tekið úr Hallormsstaðarskógi við Egilsstaði og kornspíra þar sem birkigreinum er blandað saman við spírann og spírinn svo að lokum eimaður undir lofttæmi við lágt hitastig. Þessi vinnsluaðferð gerir Eimi einstaklega mildan og ilmríkan og nýtur hann sín sérstaklega vel í kokteil. Eins er hann mjög góður einn og sér á klaka.
Börkur er handunninn íslenskur bitter unninn úr íslensku birki og kornspíra. Birkið er einnig tekið úr Hallormsstaðarskógi við Egilsstaði eins og allt okkar birki og er birkigreinum og kurluðu birki blandað saman við spírann. Börkur er mjög kröftugur, ilmríkur og bragðmikill bitter sem nýtur sín sérstaklega vel í kokteil. Eins er hann góður einn og sér á klaka.
Vörurnar fást hjá Glóbus ehf.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s