Markaðurinn
Nýjar vörur frá Foss distillery
Foss distillery kynnir með stolti tvær nýjar vörur á markaðinn, Eimi vodka og Börk bitter. Vörurnar hafa verið í þróun í talsverðan tíma þar sem Foss vann þær að vissu marki i samstarfi við Drink Factory í London sem er í eigu hins þekkta mixologist Toni Conigliaro. Það samstarf leyddi til þess að í dag er kokteillinn “Inititals” í boði á 69 Colebrook Row í London, sem er í eigu Tony, og er hann eingöngu samsettur úr nýju vörunum, Eimi og Berki ásamt birkisýrópi frá Foss distillery.
Eimir er handunninn íslenskur vodki, unninn úr íslensku birki tekið úr Hallormsstaðarskógi við Egilsstaði og kornspíra þar sem birkigreinum er blandað saman við spírann og spírinn svo að lokum eimaður undir lofttæmi við lágt hitastig. Þessi vinnsluaðferð gerir Eimi einstaklega mildan og ilmríkan og nýtur hann sín sérstaklega vel í kokteil. Eins er hann mjög góður einn og sér á klaka.
Börkur er handunninn íslenskur bitter unninn úr íslensku birki og kornspíra. Birkið er einnig tekið úr Hallormsstaðarskógi við Egilsstaði eins og allt okkar birki og er birkigreinum og kurluðu birki blandað saman við spírann. Börkur er mjög kröftugur, ilmríkur og bragðmikill bitter sem nýtur sín sérstaklega vel í kokteil. Eins er hann góður einn og sér á klaka.
Vörurnar fást hjá Glóbus ehf.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu
-
Frétt2 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis






