Frétt
Nýja Norræna Michelin handbókin komin út – Íslenski listinn óbreyttur
Í gær var nýja Norræna Michelin handbókin kynnt við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Kaupmannahafnar. Nokkar breytingar urðu á listanum og nýr veitingastaður bættist við listann, en það er veitingastaðurinn Frantzén í Stokkhólmi og er jafnramt fyrsti veitingastaðurinn í Svíþjóð sem hlýtur þrjár Michelin stjörnur.
Frantzén fékk þrjár Michelin stjörnur, en eigandi staðarins er Björn Frantzén matreiðslumeistari. Björn er einn af bestu kokkum heims en stíll hans er blanda af frönsku og norrænni matargerð með japönsku ívafi.
Kári Þorsteinsson yfirkokkur á DILL var við athöfn Michelin-nefndarinnar og tók við staðfestingu um að DILL heldur Michelin-stjörnu sinni.
Að auki eru fjögur önnur íslensk veitingahús með Michelin viðurkenningu. Matur og drykkur er með Bib Gourmand viðurkenninguna, en þau verðlaun eru fyrir veitingastaði sem bjóða uppá hágæða mat á hóflegu verði.
Jafnframt er öllum veitingastöðum veitt einkunn fyrir andrúmsloft og þægindi staðarins en það eru skeið og gaffall í kross, frá einum til fimm krossa. Einn kross táknar „þægilegan veitingastað“ á meðan fimm krossar tákna „lúxusveitingastað.“ Gallery á Hótel Holti er með þrjá krossa (Very good standard) en Ragnar Eiríksson matreiðslumaður vinnur nú hörðum höndum við að opna HOLT sem er nýr veitingastaður sem opnar á Hótel HOLT 28. febrúar næstkomandi. Vox og Grillið eru með tvo krossa (Good standard).
Hér að neðan eru þau veitingahús sem fengu nýja stjörnu í Norrænu handbók Michelin 2018:
Danmörk
Tvær stjörnur
Kadeau (Kaupmannahöfn)
Ein stjarna
Jordnær (Gentofte)
Me | Mu (Vejle)
Finnland
Ein stjarna
Grön (Helsinki)
Noregur
Ein stjarna
Galt (Osló)
Svíþjóð
Þrjár stjörnur
Frantzén (Stokkhólm)
Tvær stjörnur
Daniel Berlin (Skåne-Tranås)
Ein stjarna
Agrikultur (Stokkhólm)
Aloë (Älvsjö)
Sav (Malmö)

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni