Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýir veitingamenn taka við veitingarekstrinum í Hannesarholti af Sveini Kjartanssyni

Birting:

þann

Veitingamennirnir Ómar Stefánsson og Jónas Oddur Björnsson handsala samning um veitingarekstur í Hannesarholti við Ragnheiði Jónsdóttur, stofnanda Hannesarholts.

Veitingamennirnir Ómar Stefánsson og Jónas Oddur Björnsson handsala samning um veitingarekstur í Hannesarholti við Ragnheiði Jónsdóttur, stofnanda Hannesarholts.

Nú vikunni tóku þeir Jónas Oddur Björnsson og Ómar Stefánsson mateiðslumenn við veitingarekstrinum í Hannesarholti.  Jónas starfaði nú síðast á Vox og Ómar á Dill á Hverfisgötu 12 en þessir ungu menn eru með mikla reynslu bæði innanlands og utan.

Ómar og Jónas leita í íslenska náttúru og innblástur að utan í matargerð en báðir hafa starfað á nokkrum af bestu veitingahúsum í Kaupmannahöfn og víðar. Þeir eru í nánu samstarfi við íslenska bændur og framleiðendur og vinna eftir hugmyndafræði Slow food samtakanna.

Matseðill vikunnar í Hannesarholti sem að Jónas og Ómar settu saman er eftirfarandi:

Hannesarholts salatið
Íslenskt salat og kryddjurtir frá Bjarna á Reykjum, egg og radísur
1.650.-kr

Blómkálssúpan okkar
Blómkál, kotasæla og brúnað smjör
1.490.-kr

Grillað brauð
Hægeldað andalæri, beikon, sultaður laukur, skessujurt og salat
2.200.-kr

Saltfiskur frá Elvari á Hauganesi
Rófur í áferðum og kryddjurtir
2.750.-kr

Hreindýr að austan
Hreindýrabollur, nýjar kartöflur, mjúkur laukur, rauðbeður og bráðið smjör
2.850.-kr

Fyrir grænmetisunnendur
Grænmeti úr Reykjadal, kryddjurtakrem, stökkt bygg,
2.450.-kr

Auka meðlæti
#1 Blandað salat, sósa og sultaður laukur 890.-kr
#2 Stappaðar nýjar kartöflur með kryddjurtasmjöri 890.-kr

Lokað var laugardag og mánudag s.l. vegna breytinga og er nú opnunartíminn frá kl.11-18 alla daga.

Sveinn Kjartansson útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1985

Sveinn Kjartansson útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1985

Ætla að einbeita mér að reka AALTO bistró í Norrænahúsinu og veisluþjónustu AALTO, er með þjónustu bæði innan hús og út úr húsi. Nóg a gera í því og er byrjaður að bóka aðventuveislur.  Einnig stefni ég á að halda matreiðslunámskeið strax eftir áramót

, sagði Sveinn Kjartansson í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvað tekur við, en Sveinn var með veitingareksturinn í Hannesarholti í eitt ár og hét sá staður Borðstofan.  Sveinn Kjartansson útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1985, en hann tók við rekstri nýja veitingastaðnum AALTO Bistro í Norræna húsinu 10. maí s.l.

 

Myndir: hannesarholt.is

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið