Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Nýir veitingaaðilar á Urriðavelli – Viktor og Hinrik eru fullir tilhlökkunar

Birting:

þann

Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn Andrésson

Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn Andrésson

Í gær var undirritaður samningur milli Golfklúbbsins Odds og Lux Veitinga um rekstur veitingaþjónustu í golfskálanum á Urriðavelli.

Rekstraraðilar Lux Veitinga eru matreiðslumeistararnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson.

Við undirritun samningsins sögðust Viktor og Hinrik vera fullir tilhlökkunar að þjóna gestum á Urriðavelli og munu þeir bjóða upp á fjölbreyttar veitingar sem þeir eru fulllvissir um að gestum muni líka við, að því er fram kemur á heimasíðunni oddur.is.

Lux Veitingar er veisluþjónusta sem þjónustar bæði stórar og smáar veislur þar sem gæði matar er í fyrirrúmi.

Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn Andrésson

Hér má sjá Elínu Hrönn Ólafsdóttur formann GO undirrita samning milli aðila en með henni á myndinni auk Hinriks og Viktors eru Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri GO og Kári Sölmundarson gjaldkeri GO.

Það þarf vart að kynna þá Hinrik og Viktor fyrir lesendum veitingageirans.

Viktor Örn Andrésson

Viktor er fæddur 1984 og búin að vera lengi meðal fremstu matreiðslumanna Íslands. Eftir að hann útskrifaðist fór hann til Frakklands að vinna á einnar stjörnu Michelin veitingahúsi. Hann var yfirmatreiðslumaður í 5 ár á veitingastaðnum Lava – Bláa lóninu, auk þess að hafa verið tengdur fleiri veitingastöðum á Íslandi. Hann hefur starfað með og þjálfað kokkalandslið Íslands í tveimur keppnum. Vann titilinn Kokkur Íslands 2013, vann Nordic Chef Of The Year 2015 ásamt því að vinna til margra annara verðlauna í erlendum keppnum, þar ber hæst bronsverðlaun í Bocuse d´or 2017.
Viktor hefur einnig rekið veiðihús á vegum Stangveiðifélags Reykjavíkur undanfarin 3 ár.

Hægt er að lesa fleiri fréttir um Viktor hér.

Hinrik Örn Lárusson

Hinrik er fæddur 1996, hann er einnig meðal fremstu matreiðslumanna Íslands í dag og starfaði í nokkur ár á Grillinu. Hinrik starfaði um tíma sem einkakokkur á Englandi og starfaði einnig í nokkra mánuði á Michelin veitingahúsi í Frakklandi. Meðal afreka hans er að hann var valinn matreiðslunemi Íslands 2015 og unnið til fleiri verðlauna erlendis, núna síðast 1.sæti í Evrópskri matreiðslukeppni í Grikklandi. Hinrik var umsjónamaður aðalrétta með kokkalandsliðinu 2018 þar sem þeir unnu til gullverðlauna. Hinrik var einnig aðstoðarmaður Viktors í Bocuse d´or árið 2017 þar sem þeir unnu til bronsverðlauna.

Hægt er að lesa fleiri fréttir um Hinrik hér.

Það má klárlega vænta góðra veitinga á komandi sumri í golfskálanum á Urriðavelli.

Myndir við undirskrift: oddur.is

Instagram myndir: Lux veitingar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið