Frétt
Nýir staðir í Wolt-appinu – Þetta eru fimm vinsælustu veitingastaðirnir í Wolt appinu á Íslandi
Wolt æðið er að ryðja sér til rúms á Íslandi, en í Wolt appinu eru hátt í 200 verslanir og matsölustaðir í Reykjavík sem hægt er að versla við, tæpum tveimur mánuðum eftir að Wolt hóf starfsemi sína á Íslandi.
Sjá einnig: Finnska heimsendingarþjónustan Wolt hefur hafið starfsemi á Íslandi
Á meðal nýrra staða í Wolt-appinu eru Pizzan. hamborgarastaðurinn 2Guys og Tokyo Sushi auk þess sem heimsfrægur kjúklingastaður er með einn af stöðunum sínum í prófunum í appinu.
Elisabeth Stenersen, framkvæmdastjóri Wolt í Noregi og á Íslandi segir:
„Þegar Wolt hóf göngu sína í Reykjavík í byrjun maí vildum við að viðskiptavinir okkar gætu pantað pizzu í appinu og erum því mjög ánægð með að geta nú boðið Íslendingum upp á að fá pizzur frá einum af þeirra uppáhaldsstöðum beint heim að dyrum.
Við erum statt og stöðugt að bæta verslunum og matsölustöðum við í appinu því við viljum að Wolt appið verði eins og að hafa verslunarmiðstöð í vasanum.
Viðtökurnar við appinu á Íslandi hafa verið mjög góðar og það er gaman að sjá að fólk hugsar fram í tímann og tímastillir pantanir frá bakaríunum í appinu til að fá nýbakað bakkelsi til sín í vinnuna með morgunkaffinu, eða klukkan 10 á sunnudagsmorgni. Þá hafa sendlarnir okkar varla undan við að sendast með bragðarefi heim til fólks á kvöldin.“
Vinsælt er að tímastilla pantanir frá bakaríum til að fá bakkelsi sent heim snemma um helgar, auk þess sem sendlar Wolt hafa vart undan við að sendast með bragðarefi á kvöldin.
Wolt var stofnað árið 2014 í Finnlandi og býður nú upp á þjónustu sína í 25 löndum víða um heim, þ.á m. á öllum Norðurlöndunum. Viðskiptavinir nota Wolt appið til að panta allt frá blómum og réttum af veitingastöðum til raftækja og matvæla úr matvörubúðum og fá sent heim að dyrum 30-40 mínútum síðar.
Wolt stækkaði nýverið starfssvæði sitt á höfuðborgarsvæðinu og er nú farið að sendast með mat og vörur í Árbæ, Breiðholti, Kópavogi og Garðabæ. Síðan Wolt hóf starfsemi sína á Íslandi í maí hefur fyrirtækið fært út kvíarnar jafnt og þétt. Þá hafa æ fleiri veitingastaðir og verslanir bæst í hóp þeirra sem bjóða upp á heimsendingu með Wolt, nú síðast Yuzu, TGI Fridays, Metro og Joe & the Juice auk þess sem hægt er að fá nýbakað bakkelsi frá Bakarameistaranum og Reyni bakara beint upp að dyrum.
Fimm vinsælustu veitingastaðirnir í Wolt appinu á Íslandi eru Arabian Taste, Yuzu, Nings, BK Kjúklingur og Smass.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla