Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýir rekstraraðilar veitingastaðarins á Hótel Holti – Ragnar Eiríksson verður yfirkokkur á HOLTINU
Mikil gróska er nú í veitingahúsaflórunni í Reykjavík og er borgin orðin spennandi áfangastaður fyrir sælkera heimsins. Eigendur DILL Restaurant, KEX hostels og Hótel Holts hafa nýverið gert með sér samkomulag um veitingarekstrur á Hótel Holti um áramót.
Sjá einnig: Friðgeir hættir á Holtinu og opnar nýjan veitingastað á nýju ári
Stefnt er að opnun á nýjum veitingastað í febrúar sem mun bera nafnið HOLT og byggir á rótgrónum grunni hótelsins. Hótel Holt hefur frá upphafi verið þekkt innanlands sem utan fyrir alúð og gestrisni eigenda og starfsfólks, sem og hið einstaka safn íslenskrar myndlistar sem prýðir hótelið, ásamt því að skipa stóran sess í veitingaflóru Reykjavíkur. Hótel Holt, sem opnaði upphaflega árið 1965, hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldu, en er í dag rekið af dóttur stofnendanna, Geirlaugu Þorvaldsdóttur.
Ragnar Eiríksson, núverandi yfirkokkur á DILL, verður yfirkokkur á HOLTINU og eftirlætur Kára Þorsteinssyni stjórnartaumana á DILL Restaurant, sem fékk Michelin-stjörnu í febrúar síðastliðnum. DILL Restaurant mun halda sínu striki sem veitingastaður á heimsmælikvarða og stefnir Kári að því að leiða DILL áfram veginn við Hverfisgötu 12.
Ragnar kemur til með að nýta reynslu sína frá rekstri DILL Restaurant, Henne Kirkeby Kro, The Paul, Noma og víðar til að skapa nýtt andrúmsloft á HOLTINU sem byggir þó á gömlum og klassískum grunni Hótel Holts. Ragnar og félagar leita nú að öflugu og faglegu samstarfsfólki í öll störf og taka nú þegar við umsóknum.
„Veitingastaðurinn HOLT mun leggja áherslu á frábæran mat og framúrskarandi úrval af léttvínum eins og gert hefur verið í húsinu í gegnum tíðina. Við erum gríðarlega spennt fyrir þessu verkefni og stolt að fá tækifæri til þess vinna með HOLTIÐ og fylgja þeim rótgrónu hefðum sem mótast hafa á Hótel Holti um áratuga skeið“
segir Ólafur Ágústsson, talsmaður rekstraraðila.
Tekið er á móti umsóknum hér: [email protected].
Mynd: Lilja Jónsdóttir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt5 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti