Starfsmannavelta
Nýir rekstraraðilar Caffe Bristól – „hvorugt okkar hefur unnið við svona rekstur áður….“
Nýir rekstraraðilar hafa tekið við veitingastaðarins Caffe Bristól á Þorlákshöfn, en það eru þau Oddur Tómas Oddsson og Brynhildur Jónsdóttir.
„Caffe Bristól er nú opið allan daginn og áfram verður boðið upp á hlaðborð í hádeginu til kl. 14 og klukkan 15 tekur svo kvöldmatseðill yfir þar sem boðið er uppá hamborgara, salöt, fisk og fleira.
Við byrjum smátt á meðan við erum að læra enda hefur hvorugt okkar unnið við svona rekstur áður, bara verið draumur hjá Tomma í mörg ár að opna svona rekstur og fá að elda sinn mat fyrir fólk,“
segja þau í samtali við hafnarfrettir.is.
Caffe Bristól var eitt sinn staðsett í Bauhaus í Reykjavík frá árunum 2017 til 2022 og flutti alla starfsemina sína á Þorlákshöfn í húsnæði þar sem Hendur í Höfn var áður til húsa.
Mynd: aðsend / úr safni
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






