Starfsmannavelta
Nýir rekstraraðilar Caffe Bristól – „hvorugt okkar hefur unnið við svona rekstur áður….“
Nýir rekstraraðilar hafa tekið við veitingastaðarins Caffe Bristól á Þorlákshöfn, en það eru þau Oddur Tómas Oddsson og Brynhildur Jónsdóttir.
„Caffe Bristól er nú opið allan daginn og áfram verður boðið upp á hlaðborð í hádeginu til kl. 14 og klukkan 15 tekur svo kvöldmatseðill yfir þar sem boðið er uppá hamborgara, salöt, fisk og fleira.
Við byrjum smátt á meðan við erum að læra enda hefur hvorugt okkar unnið við svona rekstur áður, bara verið draumur hjá Tomma í mörg ár að opna svona rekstur og fá að elda sinn mat fyrir fólk,“
segja þau í samtali við hafnarfrettir.is.
Caffe Bristól var eitt sinn staðsett í Bauhaus í Reykjavík frá árunum 2017 til 2022 og flutti alla starfsemina sína á Þorlákshöfn í húsnæði þar sem Hendur í Höfn var áður til húsa.
Mynd: aðsend / úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana