Starfsmannavelta
Nýir rekstraraðilar Caffe Bristól – „hvorugt okkar hefur unnið við svona rekstur áður….“
Nýir rekstraraðilar hafa tekið við veitingastaðarins Caffe Bristól á Þorlákshöfn, en það eru þau Oddur Tómas Oddsson og Brynhildur Jónsdóttir.
„Caffe Bristól er nú opið allan daginn og áfram verður boðið upp á hlaðborð í hádeginu til kl. 14 og klukkan 15 tekur svo kvöldmatseðill yfir þar sem boðið er uppá hamborgara, salöt, fisk og fleira.
Við byrjum smátt á meðan við erum að læra enda hefur hvorugt okkar unnið við svona rekstur áður, bara verið draumur hjá Tomma í mörg ár að opna svona rekstur og fá að elda sinn mat fyrir fólk,“
segja þau í samtali við hafnarfrettir.is.
Caffe Bristól var eitt sinn staðsett í Bauhaus í Reykjavík frá árunum 2017 til 2022 og flutti alla starfsemina sína á Þorlákshöfn í húsnæði þar sem Hendur í Höfn var áður til húsa.
Mynd: aðsend / úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Frétt3 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025
-
Frétt1 dagur síðan
Ofnæmisviðvörun: Kjúklingur inniheldur soja án merkinga