Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýi veitingastaðurinn í Hofi verður með ítölsku ívafi
Menningarfélag Akureyrar hefur gert samning við rekstaraðilann H90 restaurant ehf. til að taka við rekstri veitingastaðarins í Menningarhúsinu Hofi.
Veitingafólkið Einar Hannesson og Guðbjörg Einarsdóttir standa að baki H90 restaurant ehf. en þau eru eigendur Eyju – vínstofu og bistró í hjarta Akureyrar. Með þeim stendur öflugt og reynsluríkt teymi sem mun setja punktinn yfir i-ið í upplifun gesta sem koma í Hof.
„Við erum ofsalega spennt. Húsið og allt hér inni er svo ótrúlega fallegt og það að geta boðið upp á veitingar og þjónustu sem hæfir Hofi er spennandi,“
segja Einar og Guðbjörg.
Veitingastaðurinn í Hofi verður með ítölsku ívafi en nafn hans verður tilkynnt síðar. H90 tekur við keflinu í byrjun desember og sinnir því veitingasölu á viðburðum í jólamánuðinum en opnar svo með pompi og prakt fljótlega á nýju ári.
Eva Hrund Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, segir afar verðmætt að fá aftur veitingaaðila í Hof.
„Ég fagna því að samningar hafi náðst við þennan flotta og reynsluríka rekstraraðila. Það verður notalegt að gestir geti á ný sest niður og notið veitinga í þessu fallega húsi okkar.“
Mynd: Menningarfélag Akureyrar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi