Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýi veitingastaðurinn í Hofi verður með ítölsku ívafi

Birting:

þann

Hof veitingastaður

Eva Hrund Einarsdóttir, framkvæmdastjóri MAk, og veitingafólkið Einar Hannesson og Guðbjörg Einarsdóttir ásamt Kristínu Sóleyju Björnsdóttur, viðburðastjóra Hofs.

Menningarfélag Akureyrar hefur gert samning við rekstaraðilann H90 restaurant ehf. til að taka við rekstri veitingastaðarins í Menningarhúsinu Hofi.

Veitingafólkið Einar Hannesson og Guðbjörg Einarsdóttir standa að baki H90 restaurant ehf. en þau eru eigendur Eyju – vínstofu og bistró í hjarta Akureyrar. Með þeim stendur öflugt og reynsluríkt teymi sem mun setja punktinn yfir i-ið í upplifun gesta sem koma í Hof.

„Við erum ofsalega spennt. Húsið og allt hér inni er svo ótrúlega fallegt og það að geta boðið upp á veitingar og þjónustu sem hæfir Hofi er spennandi,“

segja Einar og Guðbjörg.

Menningarhúsið Hof á Akureyri

Menningarhúsið Hof á Akureyri

Veitingastaðurinn í Hofi verður með ítölsku ívafi en nafn hans verður tilkynnt síðar. H90 tekur við keflinu í byrjun desember og sinnir því veitingasölu á viðburðum í jólamánuðinum en opnar svo með pompi og prakt fljótlega á nýju ári.

Eva Hrund Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, segir afar verðmætt að fá aftur veitingaaðila í Hof.

„Ég fagna því að samningar hafi náðst við þennan flotta og reynsluríka rekstraraðila. Það verður notalegt að gestir geti á ný sest niður og notið veitinga í þessu fallega húsi okkar.“

Mynd: Menningarfélag Akureyrar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið