Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýi veitingastaðurinn í Hofi verður með ítölsku ívafi

Eva Hrund Einarsdóttir, framkvæmdastjóri MAk, og veitingafólkið Einar Hannesson og Guðbjörg Einarsdóttir ásamt Kristínu Sóleyju Björnsdóttur, viðburðastjóra Hofs.
Menningarfélag Akureyrar hefur gert samning við rekstaraðilann H90 restaurant ehf. til að taka við rekstri veitingastaðarins í Menningarhúsinu Hofi.
Veitingafólkið Einar Hannesson og Guðbjörg Einarsdóttir standa að baki H90 restaurant ehf. en þau eru eigendur Eyju – vínstofu og bistró í hjarta Akureyrar. Með þeim stendur öflugt og reynsluríkt teymi sem mun setja punktinn yfir i-ið í upplifun gesta sem koma í Hof.
„Við erum ofsalega spennt. Húsið og allt hér inni er svo ótrúlega fallegt og það að geta boðið upp á veitingar og þjónustu sem hæfir Hofi er spennandi,“
segja Einar og Guðbjörg.
Veitingastaðurinn í Hofi verður með ítölsku ívafi en nafn hans verður tilkynnt síðar. H90 tekur við keflinu í byrjun desember og sinnir því veitingasölu á viðburðum í jólamánuðinum en opnar svo með pompi og prakt fljótlega á nýju ári.
Eva Hrund Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, segir afar verðmætt að fá aftur veitingaaðila í Hof.
„Ég fagna því að samningar hafi náðst við þennan flotta og reynsluríka rekstraraðila. Það verður notalegt að gestir geti á ný sest niður og notið veitinga í þessu fallega húsi okkar.“
Mynd: Menningarfélag Akureyrar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






