Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ný veitingasala í splunkunýjum innritunarsal í flugstöðinni á Akureyri
Farþegar á leið um Akureyrarflugvöll voru í fyrsta sinn í gær innritaðir í flug í gegnum nýjan innritunarsal í flugstöðinni, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta er einn áfanginn í breytingum sem fylgja nýrri viðbyggingu fyrir millilandaflugið.
Búið er að leggja af veitingasöluna við hlið gamla brottfararsalar innanlandsflugsins en salur innanlandsflugsins verður innréttaður í syðsta hluta bygginganna, þar sem innritun farþega var þar til í dag. Áætlað er breytingum á flugstöðinni verði að fullu lokið í lok októbermánaðar.
„Það verður farið í ákveðnar breytingar á Flugkaffi eins og við þekkjum það, svona jafnframt því sem allt húsið fær yfirhalningu en eftir sem áður verður Flugkaffi í hjarta flugstöðvarinnar. Eftir breytingar munum við t.d. bjóða upp á heitan mat í hádeginu og hlökkum við mjög til þess,“
sagði Steingrímur Magnússon í samtali við Vikublaðið, en Steingrímur tók við rekstri Flugkaffi á Akureyri í sumar.
Að auki býður Flugkaffi upp á kaffi, kleinur, upprúllaðar pönnukökur með sykri, samlokur, gos, safa, sælgæti og margt fleira.
Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um nýja innritunarsalinn:
Mynd: skjáskot úr myndbandi

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð