Keppni
Ný stjórn Barþjónaklúbbsins tekin til starfa – Sævar Helgi hreppti titilinn: Hraðasti barþjónninn 2018
Á dögunum fór fram aðalfundur Barþjónaklúbbsins og í beinu framhaldi var haldin keppnin Hraðasti barþjónn Íslands í samstarfi við Mekka Wines & Spirits.
Á aðalfundinum var flott og uppbyggileg umræða um starf félagsins og óhætt að segja að áhuginn við að halda áfram að byggja það góða starf hefur sjaldan verið eins mikill enda fengu færri pláss í stjórninni en vildu.
Var mikill vinskapur hjá öllum sem buðu sig fram en ný andlit komu inn í stjórnina sem öll eru með nýjar og skemmtilegar hugmyndir í takt við þau gildi sem klúbburinn stendur fyrir.
Ný stjórn klúbbsins er eftirfarandi:
- Tómas Kristjánsson, Nauthóll. Forseti kosinn í fyrra til 2 ára
- Andri Davíð, Wow og Viceman Varaforseti kosinn í fyrra til 2 ára
- Orri Páll Vilhjálmsson, Apótek. Kosinn í fyrra til 2 ára
- Elna María Tómasdóttir, Nauthóll. Kosinn í fyrra til 2 ára
- Grétar Matthíasson Grillmarkaðnum. Kosinn til 2 ára
- Ivan Svanur, Miami. Kosinn til 2 ára
- Þórhildur Kristín Láríntúnusardóttir, Tapas kosinn til 1 árs.
- Teitur Ridderman Schiöth, Pablo Kosinn til 2 ára
- Sævar Helgi Örnólfsson, Sushi Social. Kosinn til 2 ára
- Alana Hudkins, Slippbarinn. Kosinn til 1 árs.
Í beinu framhaldi var skellt í létta og skemmtilega keppni um hraðasta barþjóninn í samstarfi við Mekka Wines & Spirits.
Reglurnar voru frekar einfaldar, en 4 fljótustu barþjónarnir að afgreiða 3 Peroni í glasi, hrista 2 Finlandia Espresso Martini og hella í 4 Fernet Branca staup kæmust í úrslit.
Refsistig voru gefin ef eitthvað gleymdist eða vinnubrögðin væru ekki eins og á góðu keyrslukvöldi á eðlilegum bar. Keppnisskapið var mismunandi mikið en að sjálfsögðu allt gert á líflegu nótunum.
Hátt í 30 barþjónar kepptu um kvöldið og komust 4 í úrslit, sem voru þau Tóta á Tapas barnum, Sævar Helgi á Sushi Social, Ingólfur og Júlía á Sæta svíninu sem kepptu í útsláttarkeppni þangað til Sævar Helgi Örnólfsson frá Sushi Social stóð uppi sem Hraðasti barþjónninn 2018.
Að lokum var skellt í létt bransa Kariokee sem var ansi líflegt.
Barþjónaklúbburinn sá um dómgæslu, Ivan Svanur frá Barþjónaklúbbnum var kynnir og svo Heiðar Austmann var DJ og Karaoke stjóri.
En eins og myndirnar sýna þá var mikið fjör og mismunandi aðferðir sem þessi skemmtilegi flotti hópur tók fyrir hendi í keppninni.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði