Markaðurinn
Ný sjálfsafgreiðslulausn fyrir veitingageirann
Nú geta veitingastaðir bætt upplifun viðskiptavina, lækkað rekstrarkostnað og einfaldað gagnagreiningu til muna.
Finnska tæknifyrirtækið Yonoton hefur gengið til liðs við Afgreiðslulausnir Origo með byltingarkenndri lausn í sjálfsafgreiðslu og gagnagreiningu. Viðbrögðin við samstarfinu hafa ekki látið á sér standa og er mikill áhugi á lausninni, enda Íslendingar farnir að venjast sambærilegum lausnum hjá þekktum veitingastaðakeðjum á ferðalögum sínum erlendis.
Atte Kniivilä, forstöðumaður rekstrarsviðs Yonoton kom til landsins á dögunum og hélt erindi á morgunverðarfundi Afgreiðslulausna Origo sem bar titilinn Hvernig betri upplifun viðskiptavina og hagræðing í rekstri geti haldist í hendur.
Atte kynnti lausnina fyrir fundargestum, sem gefur aðilum í veitingasölu tækifæri til að nýta sér sjálfsafgreiðslu til að reka sín fyrirtæki á nútímalegan hátt með betri yfirsýn, ásamt því að geta einfaldlega sniðið lausnina að sínum þörfum og vörumerki.
„Við erum spennt fyrir samstarfi okkar við Origo. Við viljum breyta leiknum á íslenska veitingamarkaðinum með lausn sem hefur reynst mjög vel á Norðurlöndum og víðar, allt frá minni fyrirtækjum upp í stórar keðjur.
Einfaldari pöntunarferli leiðir af sér betri upplifun gesta og lægri rekstrarkostnað fyrirtækja. Fyrirtæki sem nota Yonoton sjálfsafgreiðslulausnir hafa náð allt að 26% hærra meðalverðmæti körfu miðað við hefðbundna mannaða búðarkassa. Lausnin okkar aðgreinir sig svo sannarlega á íslenskum markaði.“
segir Atte Kniivilä, forstöðumaður rekstrarsviðs hjá Yonoton.
En hvernig virkar þetta?
Yonoton heldur utan um vöruúrval í gegnum ský og tekur niður pantanir, hvort sem það er úr afgreiðslukassa, sjálfsafgreiðslustandi, vefverslun eða úr snjallsíma. Kerfið tekur á móti greiðslu og sendir pantanir beint í eldhús til framleiðslu í réttri tímaröð, eftir því hvenær viðskiptavinur óskar eftir því að fá pöntunina afgreidda.
Viðskiptavinir geta líka fengið upplýsingar um innihaldslýsingar í pöntunarferlinu og getur þannig til dæmis forðast ofnæmisvalda. Viðskiptavinurinn fær betri aðgengi að pöntunarferli sínu og biðin eftir pöntuninni verður þægilegri þar sem hægt er að fylgast með stöðu á pöntuninni á upplýsingaskjá eða í snjallsíma sem bætir þannig upplifun gesta.
Sjálfsafgreiðslulausn Yonoton eykur sölu með því að bæta skilvirkni, bjóða upp á aðra valmöguleika eins og að stækka eða bæta við pöntun í hvert skipti ásamt að bjóða upp á sérsniðna valkosti. Viðmótið sem mætir viðskiptavinum getur verið sjónrænt aðlaðandi með matseðla og vörukynningar. Lausnin minnkar líkur á villum þar sem viðskiptavinum er gert kleift að skoða úrvalið á sínum hraða án áreitis og staðfesta pantanir sínar áður en gengið er frá þeim.
Það dregur úr líkum á misskilningi í samskiptum og hugsanlegu tekjutapi vegna rangra pantana. Biðtími gesta styttist og fjöldi afgreiddra pantana eykst, sérstaklega á álagstímum, sem bætir heildarupplifun viðskiptavina.
Lausnin getur einnig sparað rekstrarkostnað með hagræðingunni sem gerir starfsfólki kleift að einbeitt sér að öðrum verkefnum, veita enn betri þjónustu og hraðari afgreiðslu. Aukin yfirsýn og einfölduð gagnagreining ásamt birgðastjórnun auðveldar við að greina eftirspurn, þannig að rekstraraðilar geta hagað framboði eftir því og komið í veg fyrir rýrnun á vörum.
Yonoton var stofnað árið 2016 og er nú þegar starfandi í 5 löndum, með yfir 3 milljónir notanda og 728 veitingastaði í sínum notendahópi. Auk veitingastaða þjónusta þau skemmtistaði, skemmtigarða, ýmisskonar miðasölu og mötuneyti.
„Yonoton er að gera virkilega skemmtilega hluti á Norðurlöndunum og í Evrópu. Við erum mjög spennt fyrir samstarfinu og að fá að taka þátt í þeirra vegferð. Yonoton eru að koma mjög sterkt inn á veitingamarkaðinn með ferskum augum og snjöllum lausnum enda með áralanga reynslu í sjálfsafgreiðslu.
Það er gaman að segja frá því að þekkt veitingakeðja hér á landi er langt komin í uppsetningu á lausn Yonoton og megum við búast við fullri notkun þess með vorinu.“
segir Sigurjón Hjaltason, hópstjóri Afgreiðslulausna Origo.
Það er einfalt að greina gögnin
Yonoton veitir fyrirtækjum verðmæt gögn og innsýn í hegðun viðskiptavina. Með því að greina þessi gögn geta fyrirtæki greint þróun og tækifæri til að hámarka matseðilframboð sitt og verðlagsaðferðir til að hámarka meðalverðmæti körfu. Hluti af velgengni Yonoton er frábært samstarf við gagnagreiningarfyrirtækið Zoined. Greiningartól þeirra gerir fólki kleift að smíða eigin skýrslur á einfaldan hátt á mjög notendavænu viðmóti.
Gögnin frá Yonoton eru beintengd við Zoined svo rekstraraðilar fá ítarlegar upplýsingar um sinn rekstur eins og birgðastöðu, álagstíma, áhuga á vörum og margt fleira. Kerfið getur svo sent sérsniðnar sjálfvirkar skýrslur beint í tölvupósti eins og hentar.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni9 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð