Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ný orkubomba á matseðilinn hjá Lemon
„Miss Fit, er orkubomba stútfull af vítamínum, kollageni og hollustu, einmitt það sem kroppurinn þarfnast núna,“
segir Unnur Guðríður Indriðadóttir einn eigandi Lemon.
„Drykkurinn er unninn í samstarfi við Gurrý þjálfara og Feel Iceland. Nú þegar veturinn er að ganga í garð, allir fullir af „Covid“ sleni, fundum við að okkur vantaði eina góða djúsbombu sem myndi rífa okkur í gang og fá okkur til að geisla,“
segir Unnur Guðríður.
Guðríður Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún oftast kölluð, er einn vinsælasti þjálfari landsins, hún rekur heimilislega heilsuræktarstöð í Ármúlanum, Yama heilsurækt. Þetta árið hefur Gurrý þurft að aðlaga sig að breyttum aðstæðum, en Gurrý þurfti að loka stöðinni um nokkurt skeið.
„Ég brá á það ráð að lána viðskiptavinum mínum lóð og önnur tæki heim og hitti þau nokkrum sinnum í viku í gegnum Zoom,“
segir Gurrý. Sú nálgun hefur reynst viðskiptavinum hennar vel, en Gurrý leggur mikið upp úr því að fólkið hennar fái hreyfingu og holla og góða næringu.
„Það skiptir svo miklu máli að við hugum að næringunni á tímum sem þessum. Ég elska að fara á Lemon og fá mér djús og samloku, hef unnið með fyrirtækinu að öðrum djús og var því ekki lengi að slá til og gera þennan djús með þeim. Ég fæ mér kollagen frá Feel Iceland á hverjum degi, blanda því yfirleitt í te því það leysist vel upp og ekkert bragð af því.
Ég finn mikin mun í liðunum þegar ég tek kollagen en líka á húðinni og hárinu. Fannst því tilvalið að drykkurinn innihéldi kollagen. Það er frábært að geta fengið sér drykk sem inniheldur kollagen og helling af hollustu,“
segir Gurrý.
„Í samstarfi við Feel Iceland og Gurrý varð úr djúsinn Miss Fit. Amino Marine Collagen duftið frá Feel Iceland er framleitt úr íslensku fiskroði og hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir gæði. Það er tilvalið fyrir þá sem vilja minnka verki í liðum, viðhalda heilbrigðum líkama og bæta útlit húðarinnar. Þetta var því negla frá upphafi, vítamínin úr ávöxtunum og próteinið úr íslenska fiskinum,“
segir Unnur Guðríður.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða