Freisting
Ný norræn matargerð, tæki til nýsköpunar
Með verkefninu ný norræn matargerð vilja norrænu ríkisstjórnirnar varðveita norræn gildi og nýta fleiri sóknarfæri. Í stuttu máli þá verður norræn matarmenning nýtt sem tæki til nýsköpunar og til að auka samkeppnishæfni.
Ætlunin að gera samkeppnishæfni Norðurlanda meira sýnilega með því að tengja matargerðarlist og matarmenningu, ferðaþjónustu og svæðisbundin gildi, heilbrigði, velferð og þróun atvinnulífsins, hreint hráefni og verðmætasköpun. Þetta á einnig að stuðla að því að Norðurlöndin viðhaldi stöðu sinni sem alþjóðlegt sigursvæði.
Það var Per Unckel framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar sem kynnti áætlunina um nýsköpun, verðmætasköpun og samkeppnishæfni og tengingu þess við norræna matarmenningu fyrir norrænu landbúnaðarráðherrunum í Svolvær(Pdf) á þriðjudagsmorguninn.
Á fundinum bauð framkvæmdastjórinn ráðherrum landbúnaðar og matvæla frá öllum Norðurlöndunum upp á nýjan matseðil. Ráðherrarnir ætla ásamt ráðherrum sjávarútvegs og skógræktar að ræða mikilvæg mál sem tengjast matvælum, heilbrigði og hreyfingu, velferð dýra og ólöglegar veiðar.
Ennfremur verða rædd mikilvæg málefni eins og norrænt samstarf um erfðaauðlindir, framkvæmdaáætlun um matvæli, hreyfingu og heilbrigði.
Fjallað var um þema ráðherrafundarins á stórri ráðstefnu sem haldin var í Bodø fyrir fundinn. Þar var verið að fjalla um þróun strandsvæða, land- og skógarsvæða. Ráðherrarnir munu samþykkja yfirlýsingu á fundi sínum um þróun strand-, land- og skógarsvæða.
Heimild:
Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin
Mynd: bagatelle.no
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt1 dagur síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Vín, drykkir og keppni4 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé