Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ný nefnd stofnuð hjá KM – Jafnréttisnefnd – Ólöf: „Í dag breytti ég heiminum aaaaðeins…“
Á aðalfundi Klúbbs matreiðslumeistara sem haldinn var 25. maí 2021 s.l. á hótel Hilton var kosin ný stjórn fyrir tímabilið 2021-2022.
Þórir Erlingsson, Forseti
Jón Guðni Þórarinsson, Varaforseti
Andreas Jacobsen, Gjaldkeri
Rafn Heiðar Ingólfsson, Ritari
Júlía Skarphéðinsdóttir, Meðstjórnandi
Jóhann Sveinsson, Meðstjórnandi
Jón Þór Friðgeirsson, Meðstjórnandi
Ragnar Wessman, Varamaður
Skipað var í nefndir á aðalfundinum og var ný nefnd stofnuð sem heitir Jafnréttisnefnd. Það var Ólöf Helga Jakobsdíttir yfirkokkur á Horninu sem lagði til að stofna Jafnréttisnefnd og tóku KM meðlimir vel í tillöguna og var hún samþykkt einróma á aðalfundinum.
Ólöf vakti athygli á Jafnréttisnefndinni á facebook og birtum við færsluna hér með góðfúslegu leyfi hennar:
„Í dag breytti ég heiminum aaaaðeins.
Á aðalfundi klúbbs matreiðslumeistara lagði ég til að stofna nefnd. Sem tókst!
Jafnréttisnefnd
Nefnd sem stendur vörð um kynjajafnrétti í faginu sjálfu, í öllum keppnum, dómgæslu og öllum viðburðum á vegum klúbbsins og verður til staðar fyrir alla og minnihlutahópa sem eru í meiri hættu á að verða fyrir hverskonar mismunum eða ofbeldi.
Nefndin ætlar að vera sýnileg og beina þeim og aðstoða þá sem verða fyrir hverskonar ofbeldi, mismunun og svo f.v og aðstoða við að leita réttar síns og kynna nema fyrir réttindum sínum.
Þessi nefnd verður vonandi til þess að nematími verði betri, konum líði betur og allir þeir sem tilheyra minnihlutahópum eða ekki, verði ekki fyrir hverskonar allskonar sem á ekki að líðast neinstaðar en grasserar því miður of víða.
Þetta verður faginu til framdràttar og virðingar og gefur okkur von um bjartari framtíð.
Ég fer fyrir nefndinni sem formaður, Júlía Skarphéðinsdóttir varaformaður sem hoppaði strax á vagninn með mér og Jón Guðni Þórarinsson sem hugsaði sig ekki tvisvar um.
Og allur Klúbbur matreiðslumeistara sem samþykkti stofnun nefndarinnar einróma.
Takk fyrir traustið.
Amma Imba var svo með mér um hálsinn“
Allar nefndirnar í KM:
Skoðunarmenn reikninga:
Valur Bergmundarsson
Guðmundur Halldórsson
Til vara: Guðmundur Helgi Helgason
Nefnd um erlend samskipti, aðalmenn skipaðir af stjórn KM:
Þórir Erlingsson
Árni Þór Arnórsson
Til vara: Hafliði Halldórsson & Andreas Jacobsen
Hús- muna & menninganefnd:
Jóhann Sveinsson
Örn Svarfdal
Jón Þór Friðgeirsson
Valur Bergmundarson
Guðmundur Egill Ragnarsson
Rafn Heiðar Ingólfsson
Orðu- og laganefnd, skipuð af stjórn KM:
Bjarki Hilmarsson, formaður
Andreas Jacobsen, ritari
Jakob H. Magnússon
Elín Helgadóttir
Jón Þór Friðgeirsson
Þorvarður Óskarsson, varamaður
Keppnis- & dómgæslunefnd:
Bjarki Hilmarsson
Gústav Axel Gunnlaugsson
Jóhannes Steinn Jóhannesson
Bjarni Gunnar Kristinsson
Þráinn Freyr Vigfússon
Viktor Örn Andrésson
Nefnd um Hátíðarkvöldverð:
Snorri Victor Gylfason
Sigurjón Bragi Geirsson
Sveinn Steinsson
Björn Bragi Bragason
Atli Þór Erlendsson
Andreas Jacobsen
Árni Þór Arnórsson
Viðburðarnefnd:
Jóhann Sveinsson
Valur Bergmundarson
Jón Þór Friðgeirsson
Magnús Örn Guðmarsson
Jafnréttisnefnd:
Ólöf Jakobsdóttir
Júlía Skarphéðinsdóttir
Jón Guðni Þórarinsson
Kynning á Kokkalandsliðinu
Á aðalfundinum var kynning á Íslenska kokkalandsliðinu, en liðið hefur það verkefni að keppa á næsta heimsmeistaramóti í matreiðslu. Kokkalandsliðið hefur staðið sig vel á stórmótum undanfarinna ára, en árangurinn á Ólympíuleikunum í Stuttgart 2020 er þó sá besti hingað til en liðið náði þar brons verðlaunum.
Það var Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðlsumeistara og Ari Þór Gunnarsson þjálfari liðsins sem kynntu nýja liðsmenn og farið var yfir dagskrá liðsins næstu mánuði. Veitingageirinn.is mun birta kynninguna á Kokkalandsliðinu síðar.
Uppfært: 28. maí 2021
Kynning á Kokkalandsliðinu hefur verið birt hér á veitingageirinn.is
Myndir: Ólöf Jakobsdóttir / Þórir Erlingsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann
-
Pistlar3 dagar síðan
Ferðaþjónustufólk kemur saman