Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ný mathöll opnar í gamla Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi

Birting:

þann

Mathöll - Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi

Endurbyggt Mjólkurbú Flóamanna sem nú er risið í nýja miðbænum verður sannkallað matarmenningarhús. Þar verður mathöll með átta nýjum veitingastöðum, tveir barir og sýning um skyr í kjallara.

Mathöll - Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi

Óhætt er að segja að ásýndarmyndir gefi góð fyrirheit en Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags, segir að um afar metnaðarfullt verkefni sé að ræða.

Mathöll - Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi

„Mjólkurbúið er afar glæsilegt hús og höfum frá fyrsta degi lagt áherslu á að það yrði samkomustaður fyrir heimamenn jafnt sem gesti. Í Mjólkurbúinu getur öll fjölskyldan komið saman og ég fullyrði að allir muni geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þarna verða neapolitan pizzur, hamborgarar, taco, pasta og fleira.

Sjö af átta veitingabásum hefur þegar verið ráðstafað og nöfnin á þessum stöðum verða gerð kunnug mjög fljótlega. Þetta eru bæði ný vörumerki og önnur sem fólk kannast vel við.

Síðasta lausa bilið er það stærsta í húsinu og á besta stað. Ef einhverjir heimamenn með reynslu af veitingarekstri vilja láta ljós sitt skína skorum við viðkomandi að hafa samband.“

segir Vignir í samtali við fréttavefinn DFS.is, sem fjallar nánar um nýju mathöllina hér.

Mathöll - Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi

Mathöll - Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi

Myndir: aðsendar ásýndarmyndir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið