Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ný mathöll opnar í gamla Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi
Endurbyggt Mjólkurbú Flóamanna sem nú er risið í nýja miðbænum verður sannkallað matarmenningarhús. Þar verður mathöll með átta nýjum veitingastöðum, tveir barir og sýning um skyr í kjallara.
Óhætt er að segja að ásýndarmyndir gefi góð fyrirheit en Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags, segir að um afar metnaðarfullt verkefni sé að ræða.
„Mjólkurbúið er afar glæsilegt hús og höfum frá fyrsta degi lagt áherslu á að það yrði samkomustaður fyrir heimamenn jafnt sem gesti. Í Mjólkurbúinu getur öll fjölskyldan komið saman og ég fullyrði að allir muni geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þarna verða neapolitan pizzur, hamborgarar, taco, pasta og fleira.
Sjö af átta veitingabásum hefur þegar verið ráðstafað og nöfnin á þessum stöðum verða gerð kunnug mjög fljótlega. Þetta eru bæði ný vörumerki og önnur sem fólk kannast vel við.
Síðasta lausa bilið er það stærsta í húsinu og á besta stað. Ef einhverjir heimamenn með reynslu af veitingarekstri vilja láta ljós sitt skína skorum við viðkomandi að hafa samband.“
segir Vignir í samtali við fréttavefinn DFS.is, sem fjallar nánar um nýju mathöllina hér.
Myndir: aðsendar ásýndarmyndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?