Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ný mathöll opnar í gamla Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi
Endurbyggt Mjólkurbú Flóamanna sem nú er risið í nýja miðbænum verður sannkallað matarmenningarhús. Þar verður mathöll með átta nýjum veitingastöðum, tveir barir og sýning um skyr í kjallara.
Óhætt er að segja að ásýndarmyndir gefi góð fyrirheit en Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags, segir að um afar metnaðarfullt verkefni sé að ræða.
„Mjólkurbúið er afar glæsilegt hús og höfum frá fyrsta degi lagt áherslu á að það yrði samkomustaður fyrir heimamenn jafnt sem gesti. Í Mjólkurbúinu getur öll fjölskyldan komið saman og ég fullyrði að allir muni geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þarna verða neapolitan pizzur, hamborgarar, taco, pasta og fleira.
Sjö af átta veitingabásum hefur þegar verið ráðstafað og nöfnin á þessum stöðum verða gerð kunnug mjög fljótlega. Þetta eru bæði ný vörumerki og önnur sem fólk kannast vel við.
Síðasta lausa bilið er það stærsta í húsinu og á besta stað. Ef einhverjir heimamenn með reynslu af veitingarekstri vilja láta ljós sitt skína skorum við viðkomandi að hafa samband.“
segir Vignir í samtali við fréttavefinn DFS.is, sem fjallar nánar um nýju mathöllina hér.
Myndir: aðsendar ásýndarmyndir

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu