Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ný hótelkeðja hefur starfsemi á Íslandi
Hótelkeðjan Accor sem er leiðandi á heimsvísu með 5500 hótelum í meira en 110 löndum bætir nú Íslandi inn í keðjuna með sínu fyrsta hóteli hér á landi.
Með nýundirrituðum samningi mun hótelkeðjan opna með samstarfsaðila sínum „Icelandic Hotels & Resorts / Hotels & Resorts – Investment & Development“ á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Hótelið mun verða rekið undir nafni ibis Styles Reykjavik við Hallarmúla með góðum tengingum við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík, að því er fram kemur í tilkynningu.
Hótelið, sem mun bjóða 56 herbergi, er núna rekið undir nafninu Hótel Múli en mun fara í gegnum viðamiklar endurbætur fram á vor þar sem það verður fært í búning ibis Styles Reykjavik. Hótelið í Reykjavík er annað hótelið sem Accor keðjan opnar á Norðurlöndunum eftir að ibis Styles Copenhagen Ørestad opnaði síðastliðið vor.
“Við erum stolt af því að geta bætt við okkar fyrsta hóteli Accor á Íslandi með undirritun samnings þess efnis. ibis Styles er vel þekkt merki og mjög vel staðsett á heimsvísu sem hagkvæmur gistikostur, en helstu einkenni þess eru smart, einstök hönnun og upplifun sem byggir á sögu hvers sem valin er á hverju hóteli fyrir sig.
Með samstarfsaðila okkar, HOTELS & RESORTS – INVEST & DEVELOPMENT, horfum við bjartsýn fram á vegin þar sem við auðgum flóruna á íslenska hótel markaðnum og getum núna boðið gestum okkar að upplifa þá einstöku gestrisni sem Íslendingar eru þekktir fyrir,“
segir Jan Birkelund, hjá þróun og rekstri Accor á Norðurlöndunum.
“Við erum afskaplega stolt af því að opna fyrsta ibis Styles hótelið á Íslandi með Accor. Landið hefur orðið mjög vinsæll áfangastaður á heimsvísu síðustu ár.
Með áratuga reynslu Accor af alþjóðlegri hótelþjónustu og margumtalaðri hlýju Íslendinga þá munum við mæta þörfum viðskiptavina okkar fullkomlega með nýja ibis Styles Reykjavik hótelinu,“
segir Laurent Michel, stofnandi og framkvæmdastjóri Icelandic Hotels & Resorts / Hotels & Resorts – Investment & Development.
Hótel Múli hefur verið rekið síðan 2016 og mun nú fara í gegnum viðamiklar breytingar áður en það verður opnað sem ibis Styles Reykjavik á öðrum ársfjórðungi 2024. Hótelið er við Hallarmúla 1 í Reykjavík og eru gestir því aðeins í um 10 mínútna fjarlægð frá miðbænum með almennings samgöngum. Leifsstöð er í um 50 mínútna fjarlægð.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla