Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ný bók eftir Kristbjörn Helga, Karl Petersson og Úlfar Finnbjörns – Veislumatur að hætti landnámsmanna
Út er komin bókin Veislumatur landnámsaldar, sem á ensku heitir Feast of the vikings.
Hér er á ferðinni einstök bók sem fjallar um þann mat og það hráefni sem fyrstu íbúar Íslands höfðu úr að moða við matargerð.
Íslendingasögurnar eru ekki margorðar þegar kemur að mat. Ekki er t.d. tekið fram hvað var boðið uppá í brúðkaupi Hallgerðar og Gunnars á Hlíðarenda. Þó eru nokkrar vísbendingar að finna í sögunum auk þess sem fonleifauppgröftur hefur bætt við þekkingu á matarvenjum landnámsfólks.
Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur hefur rannsakað sögurnar með tilliti til matar og skrifar hér um hvað stóð landnámsfólki helst til boða. Ekki nóg með það, því Úlfar meistarakokkur Finnbjörnsson tók svo við og setur hér fram nokkurs konar tilgátuuppskriftir að veislumat þessa tíma.
Hann setur t.d. fram uppskrift að heilgrilluðum geirfugli. Einnig skreiðasúpu, lambabuxum og rostungssúpu, svo fátt eitt sé nefnt.
Útkomuna festi svo Karl Petersson ljósmyndari á filmu, en Karl er einn af fremstu matarljósmyndurum landsins.
Bókin kemur bæði út á íslensku og ensku á sama tíma.
Meðfylgjandi eru kápumyndir og nokkrar opnur úr bókinni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri