Keppni
Norræna nemakeppnin: Myndir frá fyrri keppnisdegi
Norræna nemakeppnin fer fram dagana 26. og 27. apríl og að þessu sinni er hún haldin í Stokkhólmi. Það eru fjórir keppendur sem keppa fyrir íslands hönd en þau eru Gabríel Kristinn Bjarnason og Wiktor Pálsson matreiðslunemar á Radisson SAS og í framreiðslu Fanney Rún Ágústsdóttir nemi á Blá lóninu og Guðjón Baldur Baldursson nemi á VOX.
Sjá einnig: Sigurvegarar úr forkeppni Norrænu nemakeppninnar 2019
Seinni keppnisdagur fer fram í dag laugardaginn 27. apríl og óskum við þeim góðs gengis. Fréttavakt veitingageirans mun fylgjast með og færa ykkur frekari fréttir um leið og þær berast.
„Gekk mjög vel í alla staði“
sagði Magnús Örn Friðriksson, matreiðslumeistari og fulltrúi Matvís í Stokkhólmi, í samtali við veitingageirinn.is aðpurður um hvernig gekk hjá íslensku keppendunum í gær.
Matreiðslunemar tóku skriflegt próf í gær, löguðu eina klassíska súpu sem að þessu sinni var blaðlaukssúpa, gerðu tvær tegundir af „amuse Bouche“ sem átti að innihalda laxahrogn og geitaost. Og að lokum að laga grænmetisrétt sem innihélt sænskar gular baunir, epli og jarðskokka.
Framreiðslunemar fóru í sama skriflega prófið, vínpörun og kynning á vínpöruninni, lögðu á borð fyrir 5 manns eftir fyrirfram ákveðnum matseðli og svo að blanda drykki eftir pöntun.
Meðfylgjandi myndir eru frá fyrri keppnisdegi.
Fylgist einnig með á Snapchat: veitingageirinn
Myndir: Snapchat veitingageirans / Kjartan Marinó Kjartansson / Magnús Örn Friðriksson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana