Keppni
Norðurlandamót Vínþjóna 2019 – Sveinn og Davíð keppa fyrir hönd Íslands
Sveinn Garðarsson og Davíð Örn Hugus munu keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti vínþjóna í Stokkhólmi helgina 21. – 22. september n.k. Þessar keppnir verða alltaf meira krefjandi í takt við þær kröfur sem gerðar eru til vínþjóna í dag. Sveinn og Davíð hafa báðir verið að stunda nám við Court of Master Sommelier´s og er þessi keppni ansi góður skóli undir það og eftir að nýtast þeim félögum því vel. Tolli mun svo fara með þeim og verður í dómarasæti.
Sveinn Garðarsson, framreiðslumeistari
Fæddur 1991, var fyrir sunnan í háskólanámi en lenti óvart á samning á Vox og kláraði námið þaðan. Sveinn: „Hróðmar Eydal kveikti eiginlega áhuga minn á víni“. Því næst lá leiðin á Matur og Drykkur og svo á heimaslóðir í Mývatnssveit þar sem hann er með umsjón á Icelandair Hótel Mývatn.
Davíð Örn Hugus, framreiðslumaður
Fæddur 1994, lærði fræðin á Grillmarkaðnum og Vox, vann svo eftir útskrift á Matarkjallaranum en er nú búsettur í London að vinna í vínbúðinni The whalley wine shop og hjá Dinner by Heston.
Hægt verður að fylgjast live með keppninni inná FB síðu Vínþjónasamtaka Íslands hér.
Veitingageirinn óskar þeim alls hins besta.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni








