Keppni
Norðurlandamót Vínþjóna 2019 – Sveinn og Davíð keppa fyrir hönd Íslands
Sveinn Garðarsson og Davíð Örn Hugus munu keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti vínþjóna í Stokkhólmi helgina 21. – 22. september n.k. Þessar keppnir verða alltaf meira krefjandi í takt við þær kröfur sem gerðar eru til vínþjóna í dag. Sveinn og Davíð hafa báðir verið að stunda nám við Court of Master Sommelier´s og er þessi keppni ansi góður skóli undir það og eftir að nýtast þeim félögum því vel. Tolli mun svo fara með þeim og verður í dómarasæti.
Sveinn Garðarsson, framreiðslumeistari
Fæddur 1991, var fyrir sunnan í háskólanámi en lenti óvart á samning á Vox og kláraði námið þaðan. Sveinn: „Hróðmar Eydal kveikti eiginlega áhuga minn á víni“. Því næst lá leiðin á Matur og Drykkur og svo á heimaslóðir í Mývatnssveit þar sem hann er með umsjón á Icelandair Hótel Mývatn.
Davíð Örn Hugus, framreiðslumaður
Fæddur 1994, lærði fræðin á Grillmarkaðnum og Vox, vann svo eftir útskrift á Matarkjallaranum en er nú búsettur í London að vinna í vínbúðinni The whalley wine shop og hjá Dinner by Heston.
Hægt verður að fylgjast live með keppninni inná FB síðu Vínþjónasamtaka Íslands hér.
Veitingageirinn óskar þeim alls hins besta.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið