Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Noma opnar hamborgarastað
Einn besti veitingastaður í heimi Noma, sem er einnig þekktur fyrir 18 rétta matseðil sem kostar litlar 54 þúsund á mann, stefnir nú á að opna hamborgarastað.
Tveggja Michelin-stjörnu veitingastaðurinn Noma sem staðsettur er í Kaupmannahöfn í Danmörku, í eigu René Redzepi, opnar hamborgarastaðinn POPL við Strandgötuna í Kaupmannahöfn þar sem fjölbreyttur matseðill verður í boði.
Um 6 mánaðarbið er eftir borði á Noma en á POPL verður hægt að ganga beint inn frá götunni og panta rétti til að borða á staðnum eða taka með. Það er ekkert launungarmál að Noma fer í þessar framkvæmdir vegna heimsfaraldursins Covid-19.
POPL er frá latneska orðinu „populus“ sem þýðir fólk, og mun staðurinn opna 3. desember næstkomandi.
Bragðgóður matseðill, þar sem boðið verður upp á mahóní samloka með þangfræjum og krækiberjum, nautakjöts-, grænmetis-, og vegan hamborgara, franskar og nokkra hliðardiska.
Hamborgararnir kosta í kringum 3000 íslenskar krónur og franskar og aðrir hliðardiskar á 1000 íslenskar krónur.
„Við leggjum mikla alúð og metnað í hamborgarana, nautakjötið kemur t.a.m. frá lífrænum býlum við strendur Vaðhafsþjóðgarðsins. Grænmetis- og vegan hamborgararnir eru gerðir úr gerjuðum kínóa.“
segir René Redzepi fréttatilkynningu.
Myndir: poplburger.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu








