Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Noma opnar hamborgarastað
Einn besti veitingastaður í heimi Noma, sem er einnig þekktur fyrir 18 rétta matseðil sem kostar litlar 54 þúsund á mann, stefnir nú á að opna hamborgarastað.
Tveggja Michelin-stjörnu veitingastaðurinn Noma sem staðsettur er í Kaupmannahöfn í Danmörku, í eigu René Redzepi, opnar hamborgarastaðinn POPL við Strandgötuna í Kaupmannahöfn þar sem fjölbreyttur matseðill verður í boði.
Um 6 mánaðarbið er eftir borði á Noma en á POPL verður hægt að ganga beint inn frá götunni og panta rétti til að borða á staðnum eða taka með. Það er ekkert launungarmál að Noma fer í þessar framkvæmdir vegna heimsfaraldursins Covid-19.
POPL er frá latneska orðinu „populus“ sem þýðir fólk, og mun staðurinn opna 3. desember næstkomandi.
Bragðgóður matseðill, þar sem boðið verður upp á mahóní samloka með þangfræjum og krækiberjum, nautakjöts-, grænmetis-, og vegan hamborgara, franskar og nokkra hliðardiska.
Hamborgararnir kosta í kringum 3000 íslenskar krónur og franskar og aðrir hliðardiskar á 1000 íslenskar krónur.
„Við leggjum mikla alúð og metnað í hamborgarana, nautakjötið kemur t.a.m. frá lífrænum býlum við strendur Vaðhafsþjóðgarðsins. Grænmetis- og vegan hamborgararnir eru gerðir úr gerjuðum kínóa.“
segir René Redzepi fréttatilkynningu.
Myndir: poplburger.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni








