Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Noma opnar hamborgarastað

Birting:

þann

POPL - Noma

Einn besti veitingastaður í heimi Noma, sem er einnig þekktur fyrir 18 rétta matseðil sem kostar litlar 54 þúsund á mann, stefnir nú á að opna hamborgarastað.

Tveggja Michelin-stjörnu veitingastaðurinn Noma sem staðsettur er í Kaupmannahöfn í Danmörku, í eigu René Redzepi, opnar hamborgarastaðinn POPL við Strandgötuna í Kaupmannahöfn þar sem fjölbreyttur matseðill verður í boði.

Um 6 mánaðarbið er eftir borði á Noma en á POPL verður hægt að ganga beint inn frá götunni og panta rétti til að borða á staðnum eða taka með. Það er ekkert launungarmál að Noma fer í þessar framkvæmdir vegna heimsfaraldursins Covid-19.

POPL - Noma

Starfsfólkið á POPL

POPL er frá latneska orðinu „populus“ sem þýðir fólk, og mun staðurinn opna 3. desember næstkomandi.

Bragðgóður matseðill, þar sem boðið verður upp á mahóní samloka með þangfræjum og krækiberjum, nautakjöts-, grænmetis-, og vegan hamborgara, franskar og nokkra hliðardiska.

POPL - Noma

Hamborgararnir kosta í kringum 3000 íslenskar krónur og franskar og aðrir hliðardiskar á 1000 íslenskar krónur.

„Við leggjum mikla alúð og metnað í hamborgarana, nautakjötið kemur t.a.m. frá lífrænum býlum við strendur Vaðhafsþjóðgarðsins. Grænmetis- og vegan hamborgararnir eru gerðir úr gerjuðum kínóa.“

segir René Redzepi fréttatilkynningu.

Heimasíða POPL

Myndir: poplburger.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið