Food & fun
Nicola Fanetti er Food & Fun kokkur 2019
Food & Fun kokkur 2019 er Nicola Fanetti en hann var gestakokkur á Essensia.
Nicola Fanetti ólst upp í norðurhluta Ítalíu en þaðan sækir hann innbástur í matargerð sína. Nicola hefur unnið á mörgum af þekktustu veitingahúsum Ítalíu og Danmörku. Hann er einn af stofnendum Brace í Danmörku þar sem hann sameinar ítalska og norræna matreiðsluhætti.
Nicola bauð upp á skemmtilegan matseðil á Essensia:
- Smakk: Brace Carbonara.
- Forréttur: Bleikju Carpaccio, pistasíukrem, skessujurt, hvannarfræ, vatnakarsi.
- Milliréttur: Saltfisks Ravioli, Pecorino ostakrem, þurrkað sölduft, ítalskir vetrar jarðsveppir “Trufflur”
- Aðalréttur: Lambahryggur, grillaður blaðlaukur, lyngkrydd, þurrkuð bláber, sveppasósa
- Eftirréttur: Timian ís, sultaðar blóðappelsínur, heslihnetu crumble, sezchuan pipar karamella.
Herlegheitin kostaði 8900 krónur.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?







