Food & fun
Nicola Fanetti er Food & Fun kokkur 2019
Food & Fun kokkur 2019 er Nicola Fanetti en hann var gestakokkur á Essensia.
Nicola Fanetti ólst upp í norðurhluta Ítalíu en þaðan sækir hann innbástur í matargerð sína. Nicola hefur unnið á mörgum af þekktustu veitingahúsum Ítalíu og Danmörku. Hann er einn af stofnendum Brace í Danmörku þar sem hann sameinar ítalska og norræna matreiðsluhætti.
Nicola bauð upp á skemmtilegan matseðil á Essensia:
- Smakk: Brace Carbonara.
- Forréttur: Bleikju Carpaccio, pistasíukrem, skessujurt, hvannarfræ, vatnakarsi.
- Milliréttur: Saltfisks Ravioli, Pecorino ostakrem, þurrkað sölduft, ítalskir vetrar jarðsveppir “Trufflur”
- Aðalréttur: Lambahryggur, grillaður blaðlaukur, lyngkrydd, þurrkuð bláber, sveppasósa
- Eftirréttur: Timian ís, sultaðar blóðappelsínur, heslihnetu crumble, sezchuan pipar karamella.
Herlegheitin kostaði 8900 krónur.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni4 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu







