Frétt
Neytendastofa sektar verslanir og veitingahús
Neytendastofa hefur sektað fimm verslanir og sjö veitingahús á höfuðborgarsvæðinu vegna ófullnægjandi verðmerkinga.
Verslanirnar sem sektaðar eru um 50.000 krónur hver eru Couture á Laugavegi, Mýrin í Kringlunni, Nordic Store í Lækjargötu, Púkinn 101 á Laugavegi og Rammagerðin í Hafnarstræti. Verslanirnar eru sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar í búðargluggum.
Þá hefur Neytendastofa sektað sjö veitingahús fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Veitingahúsin eru Austurlandahraðlestin í Lækjargötu, Café Bleu í Kringlunni, Kaffi Klassík í Kringlunni, Pisa í Lækjargötu, Scandinavian Smørrebrød og Brasserie á Laugavegi, Sjávargrillið á Skólavörðustíg og Tapashúsið á Ægisgarði.
Á vef Neytendastofu kemur fram að fyrirtækin hafi fengið fyrirmæli í sumar um að gera bragarbót á verðmerkingum sínum. Við eftirfylgni í haust kom í ljós að þau höfðu ekki gert það og því var ákveðið að beita þau stjórnvaldssektum.
Mynd: Skjáskot af google korti.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum