Frétt
Neytendastofa sektar verslanir og veitingahús
Neytendastofa hefur sektað fimm verslanir og sjö veitingahús á höfuðborgarsvæðinu vegna ófullnægjandi verðmerkinga.
Verslanirnar sem sektaðar eru um 50.000 krónur hver eru Couture á Laugavegi, Mýrin í Kringlunni, Nordic Store í Lækjargötu, Púkinn 101 á Laugavegi og Rammagerðin í Hafnarstræti. Verslanirnar eru sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar í búðargluggum.
Þá hefur Neytendastofa sektað sjö veitingahús fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Veitingahúsin eru Austurlandahraðlestin í Lækjargötu, Café Bleu í Kringlunni, Kaffi Klassík í Kringlunni, Pisa í Lækjargötu, Scandinavian Smørrebrød og Brasserie á Laugavegi, Sjávargrillið á Skólavörðustíg og Tapashúsið á Ægisgarði.
Á vef Neytendastofu kemur fram að fyrirtækin hafi fengið fyrirmæli í sumar um að gera bragarbót á verðmerkingum sínum. Við eftirfylgni í haust kom í ljós að þau höfðu ekki gert það og því var ákveðið að beita þau stjórnvaldssektum.
Mynd: Skjáskot af google korti.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri