Smári Valtýr Sæbjörnsson
Neytendastofa sektar bakarí
Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum í bakaríum á höfuðborgarsvæðinu sektað þrjú fyrirtæki vegna ástands verðmerkinga.
Eftirlit Neytendastofu fólst í því að skoða ástand verðmerkinga í miklum fjölda bakaría annars vegar í febrúar og hins vegar í apríl 2015. Í seinni eftirlitsferð Neytendastofu hafði ástand verðmerkinga batnað umtalsvert.
Nokkur bakarí höfðu þó ekki sinnt tilmælum Neytendastofu með fullnægjandi hætti og lagði Neytendastofa því stjórnvaldssektir á fyrirtækin. Þau fyrirtæki sem um ræðir eru Sveinsbakarí, Fjarðarbakarí, og Bakarameistarinn vegna verslana í Glæsibæ, Húsgagnahöllinni og Suðurveri, að því er fram kemur á vef Neytendastofu.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Frétt2 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila