Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Neitað um að opna veitingastað á Klapparstíg

Birting:

þann

Cibo Amore

Cibo Amore við Hamraborg 14A í Kópavogi

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið neikvætt í ósk um að heimilaður verði veitingarekstur í húsinu Klapparstíg 29 í Reykjavík. Ástæðan er sú að hlutfall smásöluverslunar á þessari götuhlið Klapparstígs er nú þegar undir viðmiðum.

Félagið Cibo Amore ehf. lagði fram fyrirspurnina. Ítalskur veitingastaður með því nafni var opnaður í Kópavogi sl. sumar.

Sjá einnig: Hafa vart undan við að búa til samlokur

Klapparstígur 29 - Reykjavík

Í þessu rými hússins á 1. hæð sem vísað er til var Rakarastofan Klapparstíg með rekstur um áratugaskeið.
Mynd: skjáskot af google korti

Lóðin og byggingin í miðborgarkjarna

Í umsögn verkefnastjóra skipulagsfulltrúa kemur fram að í gildi sé aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Samkvæmt því sé lóðin og byggingin á Klapparstíg 29 í miðborgarkjarna, M1a.

Á því svæði sé sérstök áhersla lögð á smásöluverslun auk veitingastarfsemi og afþreyingar sem og þjónustu lykilstofnana stjórnsýslu, menningar og mennta.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu hér.

Myndir: facebook / Cibo Amore

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið