Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Neitað um að opna veitingastað á Klapparstíg
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið neikvætt í ósk um að heimilaður verði veitingarekstur í húsinu Klapparstíg 29 í Reykjavík. Ástæðan er sú að hlutfall smásöluverslunar á þessari götuhlið Klapparstígs er nú þegar undir viðmiðum.
Félagið Cibo Amore ehf. lagði fram fyrirspurnina. Ítalskur veitingastaður með því nafni var opnaður í Kópavogi sl. sumar.
Sjá einnig: Hafa vart undan við að búa til samlokur

Í þessu rými hússins á 1. hæð sem vísað er til var Rakarastofan Klapparstíg með rekstur um áratugaskeið.
Mynd: skjáskot af google korti
Lóðin og byggingin í miðborgarkjarna
Í umsögn verkefnastjóra skipulagsfulltrúa kemur fram að í gildi sé aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Samkvæmt því sé lóðin og byggingin á Klapparstíg 29 í miðborgarkjarna, M1a.
Á því svæði sé sérstök áhersla lögð á smásöluverslun auk veitingastarfsemi og afþreyingar sem og þjónustu lykilstofnana stjórnsýslu, menningar og mennta.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu hér.
Myndir: facebook / Cibo Amore

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum